Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 30

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 30
30 hann á að sjá eins og hamingjusamur heimilis- íaðir, sem kemur heim til sinna á kvöldin; augun ijóma af sálaránægju, og þegar hann lítur á Siggu litlu, eftirlætið sjálft, þá ljóma augu hans af óum- ræðilegri blíðu. Og varla gat það verið, að hann væri styggur í iund og þur á manninn, því þá hefðu börnin sjálfsagt ekki þyrpzt að honum eins og þau gerðu. í dag var gamlárskvöld haldið hátíðlegt, alveg eins og það hefði verið sjálf jólanóttin. Það var kveikt á jólatrénu, sungnir jólasálmar, tínt af grein- unum á trónu og góðgætinu skift á milli barnanna, og loks borðuðu þau öll kvöldverð með mömmu og frænda, að undanteknum Jóni litla, sem var 3 ára. Eins og nærri má geta, voru allir í bezta skapi. „Frændi, það hefir verið svo fjarska skemtilegt í kvöld“, sagði Konráð litli—hann var sex ára — þegar hann bauð góða nótt um kvöldið, „og þess vildi eg óska, að jólin væru aftur á morgun“. Sigga litla vafði sig fast upp að honum ást- kæra frænda sínum, og hvíslaði hljótt í eyru hans, þegar hún bauð honum góða nótt: „Manstu nú, hvernig stóð á þennan dag fyrir ári síðan?“ Hann þrýsti henni að hjarta sér og sagði þýð- lega: „Þá gerði guð mig auman, fátækan mann, ríkan“. Systkinin sátu lengi saman þetta kvöld; hvað þau töluðu, veit enginn nema þau. En klukkan

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.