Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 36

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 36
36 HEIMILISVINURINN Eg varð öldungis forviða, þegar eg heyrði hann loksins mæla; eg gat engu svarað í svipinn, en í rauninni gladdist eg yfir því, að hann hafði þó sagt eitthvað, rofið þessa þögn, sem þreytti mig mesf af öllu. Eg fyltist nýrri von og heim- sótti veslings dauðadæmda fangann á hverjum degi. Eg bað fyrir honum, svo hann heyrði, las og útskýrði ritningarorð fyrir honum. Ótal sinnum bar eg sálu hans á bænarörmum fram fyrir drott- in allsherjar, en engin breyting var sjáanleg, og með sárum kvíða hugsaði eg um aftökudaginn, er óðum náigaðist. Kveld eitt gekk eg heimleiðis hryggur í huga. Heima við garðshliðið mitt mætti eg dóttur minni, sem var á þriðja árinu; hún sýndi mér nýja brúðu, er hún var með: „Pabbi, hann Björn írændi gaf mér þetta, er hún ekki falleg?“ Björn! Þegar eg heyrði nafn hans nefnt, þá kom mér strax til hugar, að þennan mann hefði nú drottinn sjálfur sent mér til hjálpar. Hann bjó nefnilega í þorpinu, þar sem glæpamaðurinn, er eg bar nú mest fyrir brjósti, hafði átt heima áður en hann var settur í varðhaldið. Eg flýtti mér inn í húsið. Það urðu fagnaðar- fundir fyrir Birni og mér, og nú kvaðst hann ætla að dveljá um hríð á heimili mínu; það gladdi mig næsta mjög. Þegar við vorum búnir að heilsa hvor öðrum og ræða um hitt og þetta stundarkorn, spurði eg

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.