Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 38

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 38
38 HEIMILISVINURINN var honum sagt upp vistinni á verkstofunni, svo fór hann burt úr bænum, og síðan hef eg ekki spurt neitt til hans“. „Eg veit, hvar hann er núna“, sagði eg al- varlegur. „Hann situr í varðhaldi og biður dauða síns fyrir glæp“. „Hvað segirðu!" hrópaði vinur minn í ofboði. Eg sagði honum hina sorglegu frásögu, senr lesaranum er þegar kunn. Við gengum ekki til hvílu fyr en löngu eftir miðnætti; mér kom ekki dúr á auga þá nótt alla. Við þessa samræðu hafði mér komið hýtt til hug- ar, og um annað gat eg nú ekki hugsað; eg þótt- ist sjá guðs handleiðslu í þessu, og nú vissi eg, hvernig eg átti að ná takmarki því, er eg með guðs hjálp ætlaði mér að keppa að. „María mín!“ sagði eg við konu mína daginn eftir, „klæddu hana Helenu litlu í hvítan kjól og gefðu henni rósavönd til að halda á; eg ætla með hana í fangelsið til aumingja fangans". „Til morðingjans!" hrópaði kona mín dauð- hrædd. „Heldurðu að hann vinni barninu nokkuð mein ?“ spurði eg brosandi. „Nei“, sagði hún, „svo ert þú með henni, en eg skil ekki, í hvaða tilgangi þú gerir þetta“. „Það skal eg segja þér. Þegar Björn sagði mér, að litla stúlkan, sem hann misti, hefði venð lík Helenu litlu okkar, þá datt mér í hug, að

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.