Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Síða 39

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Síða 39
HEIMILISVINURINN 39 Helena gæti haft góð áhrif á hann. Guð hefir blásið mór þessu í brjóst, og í hans nafni fer eg rneð barnið í fangelsið". Eg íór fyr að heiman en eg var vanur, kona mín og dóttir fóru með mér. Helena litla var ákaflega glöð af því að fá að fara út að ganga tneð pabba og mömmu. Við sögðum henni að við ætluðum að heimsækja einstæðing, sem ætti óftalega bágt. Eg hafði hjartslátt, þegar eg kom inn í klef- ann og lét Helenu ganga inn á undan mér. Fanginn sat á bekk fyrir innan dyrnar og sneri bakinu að dyrunum. Hann bjóst ekki við að eg kæmi svona snemma, en hugsaði að þetta væri fangavörðurinn, sem væri að koma inn; en þegar hann heyrði barnsfótatak, þá leit hann við. Bjartur sólargeisli lék um barnið, sem rétti honum blómin og brosti bliðlega. Það leið eitt augnatilik. Alt í einu þaut hann UPP úr sæti sínu. „Elísa, Elísa, barnið mitt!“ hrópaði hann og ætlaði að taka Helenu í fang sér. Helenu varð hverft við og hörfaði undan, en veslings fanginn hneig niður á bekkinn, huldi and- htið í höndum sér og grét sáran. Við þessu hafði eg ekki búizt. Eg leiddi barn- fram fyrir hurðina, móðir hennar beið hennar 1 fordyrinu og þær fóru leiðar sinnar, en eg gekk aftur inn í fangaklefann.

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.