Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 40

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 40
40 HEIMILISVINURINN Það leið drykklöng stund; hann sat þegjandi og grúfði andlitið í höndum sér; eg yrti ekki á hann. Loks gekk eg til hans, lagði höndina á öxl hans og sagði blíðlega: „Hvað olli þessari geðs- hræringu, vinur minn?“ Hann hafði ekki veitt mér neina eftirtekt fyr en nú. Hann leit upp og sagði með ókennilegri rödd: „Er hún farin? Það var Elísa, barnið mitt, aleigan mín! Hún er orðin enn fallegri en hún var — nú er hún engill“. Svo greip hann um hönd mína og sagði með kvíða í röddinni: „Eg verð að komast þangað — í himnaríki — til henn- ar. — Viljið þér — getið þér hjálpað mér til að komast þangað?" „í himnaríki fram fyrir auglit hins alsjáanda drottins?" spurði eg alvarlega. Nú fór hann aftur að gráta. „Það hefði ekki farið svona illa fyrir mér, ef guð hefði ekki tekið hana frá mér“. Og nú úthelti hann hjarta sinu fyrir mér, og mér gafst færi á að skygnast inn í alla þessa eymd. Það voru skuggamyndir, hver annari svartari og ískyggilegri, og yfir þeim öllum sveif dauði barns- ins eins og dimt ský, barnsins, sem hafði verið eina lífsgleðin hans. Þegar eg fór frá honum, sagði hann: „Kom- ið þér ekki einn ámorgun, komið þér með hana“- Upp frá þessu fór Helena á hverjum degi í

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.