Fróði - 01.09.1913, Blaðsíða 8
8
FRÓÐI
Hr þaö full alvara yöar, aö segja mér aö þér getið lesi5
hugsanir annara manna?”
‘ ‘Víst er svo”.
Hann staröi á hann.
‘‘Hg er ekki brjálaöur”.
Þá roðnaöi gamli maðurinn. f‘Það virðist svo, sem þér get-
iö þaö”, mælti hann. “Viljið þér koma inn á skrifstofu mína?’
Það var orðlögö gimsteinabúö fyrir aftan þá. Hann snéri
sér við, og gekk þar inn um breiðar dyr úr hvítum marmara, og
svo eftir gangi löngum, fram hjá herbergjum vel lýstum, ljóm
andi af geislabrotum gimsteinanna, er voru þar til sýnis í skraut-
legum glerskápum. Viö enda gangsins var skrifstofa hans.
Þegar þeir voru komnir þar inn læsti hann hurðu vandlegaý
tók af sér hattinn, glófaogkápu, snéri sér að Byron og horföi
fastlega á hann.
‘“Ef þér getið lesið hugsanir manna, þá getiö þér létti-
lega aflað yður mikils fjár, að eins með því, að sýna list yöar”.
“Hg veit vel að ég gœti þaö”, mælti Byron, “en ég hefi
litla löngun til þess, að koma fram á leiksviðið til þess að
gjöra þaö”.
“Hvað sem því. líður”, mælti hinn. “Þá eru peningar
æfinlega peningar, og ég skyldi fús til að borga yður vel tii
þess, aö standa viö dyrnar hjá mér og benda á þá, sem veru
lega ætla sér aö kaupa vörur msínar, tína þá úr hóp hinna,
sem koma að eins fyrir forvitnisakir. Stjórnin myndi borga
yöur stórfé, til aö benda á tollþjófana og aðra óþarfa pilta.
Þér hefðuð ótakmarkað starfsvið”.
“Hg veit það — alveg ótakmarkað”, svaraði Byron.
“Þetta kemur mér til aö hugsa, aö þér getið ekki gjört
þetta, sem þér segist geta. Og fyrst verö ég því aö sannfæra.
mig um hiö sanna í þessu. Það vill nú svo vel til að Field-
ing þessi (Karl), notar banka einn, sem ég á hlut í. Afsakið
mig ”.
Hann snéri sér að skrifborðinú, lyfti heyrnarþípunni af
króknum og sagði: “Gefið mér Anglo-amerikanska bankann”.