Fróði - 01.09.1913, Blaðsíða 49
FROÐI
4 9
viö vorum börn. Mér er svo heitt um lijartaræturnar, aö ég held
aö mér líöi í brjóst — bara af ánægju.’’
“Langar þig til aö kaupa bújörð, bát, eða taka fyrir verzlunar-
störf?” spurði banka-eigandinn.
“HvaS sem ykkur sýnist”, svaraði stúlkan. “öll staða verður
mér Paradís viö hliö hans.”
Karl faöir hennar kom nú út úr húsinu.
“Peningarnir standa heima”, mælti hann. “Ég er búitin aS
telja þá.”
Það fór eins og unglingurinn haföi spáð. Karl leit þakklát-
um augum til himins og mælti: “Guð blessi ykkur, börnin mín!”
“Nú verð ég að fara”, mælti Asabri.
“En eitt er eftir; því má ekki gleyma.”
Fjögur tindrandi augu litu til hans spyi'jandi.
“Þið hafið ekki kyst hvort annað enn”, sagði hann. “Gerið
það, svo að ég muni eftir því.” •
Elskendurnir vöfðu hvort annað örmum, og kystust innilega.
“Ég er að cins nítján ára,” sagði ungi maðurinn með við-
kvæmnií.” Hann leit tárvotum augum til himins og bætti við: “Guð
hjálpi mér til aö gleyma árunurn, sem ég hefi illa varlð, og fyrir-
gefi mér.”
Asabri ók heim til Rómahorgar. Ljósin á framstafni bifreið-
ar hans sýndu honum veginn. Kampavinið og áhrif þess voru horf-
in. Hann athugaði rólega dagsverk sitt.
“Að hugsa sér það”, sagði hann við sjálfan sig, “að annað eins
smáræði og hundrað og fimtiu þúsund lírar, skuli geta gert gamlan,
ríkan mann, ungan í annað sinn, þótt ekki sé nema um tveggja daga
skeið.”
Klukkan var orðin eitt eftir miðnætti, er hann kom til hallar
Sinnar í Róm. Þjónninn hans, hann Kuigi, beið eftir honum að
vanda.
“Þþtta er önnur nóttin, sem þér hafið verið úti, síðustu þrjú
dægur,” mælti þjónninn mjög sorgbitinn og súr á svip. Því næst
hætti hann þessum ógnunar-orðum við: “Símskeyti gætu kallað
frúna heim til Róm á skömmum tíma.”