Fróði - 01.09.1913, Blaðsíða 13
FRÓÐI
13
“Já”, mælti Byron og brosti vi5, “en hvenær borðiö þér?”
“Klukkan sjö og þrjátiu e. m.;’
“Ég skal koma”, mælti Byron, og tók niður húsnúmerið, sem
iWhittman sagöi honum.
Svo hallaSi hann sér aftur og fór aö undrast yfir því, hvað
hef öi komiö gamla manninum til a5 vilja losna viö gleraugun góöu.
Hann hugsaöi sér aö hann skyldi reyna aö halda betur í þau.
Hann skyldi verja þau meíS lifi sínu, ef kostur væri á.
Svo leiö tíminn til heimboösins um kvöldiö. Frú Whittman
sagöi gestum sínum aöeins aö hún gæti sýnt þeim nokkuö nýtt og
fáheyrt — þaö væri ungur ma'öur fríöur og hann gæti gjört svo
fáheyrða hluti aö undur væru. iÞ'aö var alt sem þeir fengu aö
vita, þangaö til kl. 7.30, þá var þeim sagt hvernig fariö heföi meö
þeim Whittman bónda hennar og honum og uröu allir forviöa en
fjöldi þeirra var vantrúaöur. Byron lét þá bíöa eftir sér nokkrar
mínútur og æsti þaö forvitni þeirra enn þá meira. Loksins kom
hann, og var þegar sýndur sá heiöur aö leiöa frú Whittman til
borös.
Á leiðinni þangaö, sá hann, að sér mundi illa haldast á gler-
augunum, ef hann léti þaö uppi, aö það væri þeim aö þakka, að
hann gæti lesiö hugi manna. Réöi hann þvi af aö geta þess ekki,
en segjast sjálfur hafa hæfileika þenna. Og undir boröum talaöi
hann meö dul mikilli og lét fjúka latneskar, grískar og hebreskar
klausur, sem enginn skildi. Uröu menn þá fullir andagtar og
eftirvæntingar og Undruðust þenna mikla lærdóm hans og visku,
og voru reiöubúnir aö trúa hverju, sem vera skyldi. En hann
þurfti ekki aö treysta á trúgirni þeirra. Gleraugun dugöu honum.
Meö þeim gat hann sannaö þeim mótmælalaust aö hann væri gædd-
ur þessari dýrmætu gáfu. Og svo var það ráöiö, að hann skyldi
sýna þeim dálítiö sýnishorn af konst sinni undir borðum, en síöan
hverjum, sem vildi.
Þegar loks var sest að borðum, varö hann var við svoddan
aragrúa af hugsunum, og hugmyndum, sem hlóöust upp í köstu
mikla í huga hans, aö honum fanst sem höfuö sitt ætlaöi aö rifna