Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 18

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 18
14 Ein af vinnukonunum hjet Guðbjörg; það var stúlka um þritugt, gamansöm og æpti ekki ráðalaus. Hún smalaði þá kvíám á sumrum og- tókst stundum bet- ur við Kjamma en okkur, líklega af gömlum kunníngsskap. í þetta sinn gerði hún sitt sárasta til að lokka Kjamma bæði með mat og blíðmælum, en nú korn allt fyrir ekki; það var eingin leið að þoka honum úr vefstaðnum, hvernig sem að var farið. Þá kemur Guðbjörgu ráð í hug: hún bregður sjer burtu og fær Ijeðar buxur af frænda mínum; í þær fer hún og fær sjer svo einhverja treyju og kernur í þessum búningi inn að vefstað og stansar rjett fyrir framan trýnið á hundinum og klappar á lærið. Þarna lá gamla skinn- ið í hríng og hafði aðeins vaggað rófunni lítið eitt, þegar við vorum að klappa honum, en valla opnað augun, en undir eins og hún kemur að honum nú, var eins og fjör færðist í allan líkamann, hann reisti strax upp höfuðið, rak nas- irnar í buxnaskálmina og þaut á fætur eins fljótt og hans gömlu liðamót leyfðu. Hann þurfti vanalega lángan tíma til að rjetta úr sjer, teygja sig og geispa, þegar hann reis úr bólinu, en nú var ekkert slíkt að vanbúnaði; hann skokk- aði strax geltandi fram gaungin og var kominn á undan okkur út úr bæn- um. Það var okkur til iiapps að gamli Kjammi ljet lyktina ráða í þetta sinn, sjónin eða heyrnin hafa það ekki getað verið, sem ginntu liann með okkur. Um róm stúlkunnar var ekki að villast, þar var eingin líkíng, og vaxtarlag og limaburður voru ekki stórum betri. Olafur er í hærra lagi og þrekinn, en stúlkan fremur lágvaxin eða þó ekki meira en í meðallagi, svo alt var utan á henni í hrukkum og fellíugum og skálmunum brett upp upp að knjám. Úr öllu þessu varð því eins og einn kumbaldi og fremur lítil kallmanns mynd á. Kjammi ljet þetta þó ekki í vegi standa; hann fylgdi Guðbjörgu alla leið og var hinn kátasti og ótrúlega pipur í kríng um hana og dugði vonum bet- ur, að minnsta kosti skorti ekki viljann. Ekki manjeg livort Guðbjörg greip oftar til þessara ráða um veturinn, þó er eins og mig mig minni það, og að ait færi á sömu leið. Þessi dagur varð okkur minnistæðastur, því einginn okk- ar hafði búist við að trygðin og endurminníngin gæti komið svona miklu lííi í þessa gömlu limi. Kjammi mun hafa lifað einn vetur eftir þetta og orðið 15 ára eða kannske 16, og var þá orðinn mjög hrumur. Hann heyrði þá ekki nema hátt væri kallað, og sjón og máttur mjög þorrin, svo að kalla mátti að hann yrði sjer sjálfum að fótakefli. Hann gat þá ekki þrifað sig og var far- inn að fá smá sár á háls og höfuð; þá var hann loks losaður við lífið, þvi það var þá ekki annað en byrði.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.