Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 20

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 20
16 þegar kom fram að varptímanum á vorin, hef jeg látið inn í búrin til þeirra bandenda og ýmislegt, sem þeir gátu hagrætt þar eftir vild. Þegar þeir svo fóru að byggja sjer hreiður úr þessu í búrunum, þá hef jeg flutt þá fugla saman í búr, sem jeg vissi, að best lynti saman, því á því verður að hafa talsverða gát. Fuglarnir eru líkir bæði sjálfum oss og öðrum dýrum í þvi, að þeir eru ekki ánægðir með alt og vilja ráða sjálflr í því efni. Oftast fer þó alt friðsamlega. Fuglarnir hjálpast að því báðir að bera í hreiðrið, sem látið var inn í búrið. Þegar þau hjónaleysin eru byrjuð á því fyrir alvöru, fer bráðum að verða fjölgunar von. Það varir stundum viku, stundum lítið eitt leingur. Hún fer þá að sofa í hreiðrinu á nóttinni og hann þar á spýt- unni hjá henni. Svo fara eggin að koma, eitt á dag, til þess komin eru fjög- ur eða fimm og stundum þó fleiri, en þetta er þó vanatalan. Þegar alt geing- ur vel, líða svo frá 13 til 16 dagar til þess móðirin brýtur það eggið, sem fyrst kom, og svo hvert af öðru næstu dagana í sömu röð og hún verpti þeim. En það er ekki nærri altaf að henni lánast að únga út, og stundum getur hún að eins úngað út einu, tveimur eða þremur, en hin verða þá ónýt. Elsta egg, sem minir fuglar hafa úngað út, var 20 daga, eftir þann tíma hef jeg getað skoðað öll egg sem ónýt. Þó er þetta víst misjafnt nokkuð, og ekki vert að treysta því of mjög. Það er komið undir fjölda af smá atvikum, hve fljótt geingur að únga út. Það kemur undir viðurværi fuglanna, líka undir þvi hve þolinmóð móðirin er að liggja á þeim, eða þá hvort faðirinn hjálpar henni til þess, og er oft að hann gerir það, Stundum matar hann hana svo trúlega, að hún þarf aldrei að fara af eggjunum nema niður í búrið til að drekka eða þá augnabliks stund á kreik til að rjetta sig upp, og þá leggjast sumir kallfuglar á fyrir kvennfuglinn á meðan, og oft liggja þau bæði á eggjunum saman, einkum ef kalt er í veðri, og það er kannske einmitt veðrið, sem hjer gerir allra mest að verkum, svo að þeim er ómögulegt að únga út ef illa er um þau búið og kalt er i veðrinu eða herberginu, hversu iðin og þolinmóð sem þau eru. Nú kom það einmitt fyrir mig skömmu eftir að jeg fjekk fyrstu fugl- ana mína, að öll eggin urðu ónýt. Það var annað varp þeirra um vorið. Þau höfðu fyrst verpt 5 eggjum í miðjum Maf, og úngað tveimur af þeim út. Hin þrjú eggin ljetu þau liggja hjá úngunum í breiðrinu, þángað til úngarnir voru orðnir fleygir og farnir að sækja sjer mat og drykk sjálíir. Svo var það einn dag, að þau stúngu saman netjum og tfstu hvort í kapp við annað iángan tíma. Jeg vissi þá strax að eitthvað stóð til, og hafði því auga á þeim. Það endaði lfka með þvf, að móðirin fór upp í hreiðrið, bylti einu egg- inu til og frá, hjó á það ofurlítið gat með nefinu, og sfðan hjálpuðust þau bæði að með að kasta því út úr hreiðrinu og niður f búrið. Næsta dag hafa þau svo kastað niður hinu egginu, því það lá þar þegar búrið var hreinsað morg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.