Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 25

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 25
Smás ögur. ■--ÍH--- Mjer hafa borist nokkrar smásögur um íslensk dýr með leyfi tiL að bjóða þær Dýravininum. Jeg veit að þar er öllu slíku með þökkum tekið, — einkum um íslensku dýrin; jeg hef vikið einstöku setníngu dálítið við; að öðru leiti eru þær óklandraðar frá minni hendi. Slíkar smásögur eru víst margar til viðsvegar um land, og mvndi útgefandi Dýravinarins þakksamlega veita þeim viðtöku. Þær þurfa ekki að vera svo afar stórkostlegar eða undrafull- ar; dýrin gera eingin kraftaverk heldur en vjer mennirnir; það er nóg að þær lýsi að einhverju leiti eðli dýra og vitsmunum. Best væri að menn til- greindu nöfn sín og staði, ef ekki eru neinar sjerstakar ástæður til að leyna því. Það er altaf skemtilegra að nöfnin fylg’i, og gamall og góður siður. Jeg hef þó ekki leyfi til að setja undir þessar sögur nema fángamarkið, og þykir mjer það leitt, því mjer finst sögurnar höfundinum til sóma, þó kona sje, og vel sagðar. Horkindin. Þegar jeg var svo sem tólf vetra stelpa hjá foreldrum íuínum, var jeg einusinni send bæjarleið sem oftar. Leið mín lá fram hjá einum bænum í nágrenninu og sá jeg þar liggja vellkollótta kind, afvelta milli þúfna, góð- an spöl frá túngarðinum; hún var að berjast við að rjetta sig við og gerði tilraun til þess.hvað eftir annað, en lá svo loks grafkyr. Jeg hjelt fyrst þetta væri vánkakind, en sá þá að hún var svo eymdar-mögur að hún hafði ekki krafta til að reisa sig. Jeg hjálpaði henni svo á fætur og skjögraði hún þá nokkur spor og fór þar að bíta sinuna. Jeg fór svo áfram þángað sem ferðinni var heitið, og hjelt siðan aftur heim sömu leið. Þegar jeg kom í nánd við Vellkollu og vænti að geta sjeð hana tilsýndar, fór jeg strax að skima í áttina, en gat þá hvergi sjeð hana. Þar á móti sá jeg hrafn vera 3*

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.