Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 27

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 27
21 litlar þakkir nninu þau hafa hlotið aðrar en þær sera þau feingu af raóð- ur minni. Sjálfsagt þykir saga þessi ekki svo sem merkileg eða neitt eins dæmi, en mjer hefur hún orðið svo minnisstæð að jeg get aldrei gleymt henni, og er þó lángt liðið frá þeim degi nú. En þessi brygðarmynd og þetta eymdar- lega tillit vesalíngs skepnunnar hefur staðið mjer svo oft lifandi fyrir hug- skotssjónum, að mjer er huggun að því að henni verði komið á prent í Dýra- vininum. G. S. (Því má vel bæta hjer við, að Dýramnurinn tekur feigins hendi á móti þessari sögu og myndi með þökkum veita viðtöku fleiruin slíkum. Utgefandi Dýravinai'ins) Gráni. Bóndinn, sem jeg fann í heygarðinum í hinni sögunni, átti gráan úti- gángs hest, sem jeg læt skrifarann kalla Grána, þó hann hjeti nú reyndar öðru nafni. Þessi hestur var ákafiega garðsækinn, bæði við eigandann og ná- grannana, og faðir minn var oft í vandræðum með að geyma heyanna fyrir honum, því það var varla að nokkur garður stæði fyrir Grána hversu hár sem var; var hann mesti bragðarefur í tilbót. Eitt haust um veturnæturnar sást hvern morguninn eftir annan að farið liafði verið í garðinn hjá okkurog jetið drjúgum og vissi einginn hver oili, þvi eingin skepna var i nánd þegar komið var á fætur, en faðir minn grunaði Grána. Eíka var gætt að því á kvöldin í vökulokin, hvort ekki vairi neitt í nánd, Gráni eða annað; en aidrei sást þar bóla á neinu grunsömu. Svo tók faðir minn það til bragðs að vaka nótt og nótt og var það þá allra undarlegast að þær nætur kom eingin skepna, þó bæði væri farið í garðinn undan og eftir, og lá við að föðurminn færi að gruna að hjer væri menn með í leiknum, því garðarnir voru iika alstaðar svo háir að varla var tiltök að neinn hestur gæti brotist upp á þá, jafnvel ekki Gráni sjálfur, og nú voru auk þess settir þar staurar á garðana og ýmsar aðrar torfærur þar sem veikast þótti fyrir, og á morgnana sáust aldrei nein vegsummerki þess á görðunum að upp eða ofan hefði verið far- ið neinsstaðar. Svo tók faðir minn það ráð eina nótt að vaka i myrkrinu svo að ljósið gæti ekki orðið til leiðbeiningar ef menn skyldu eiga í hlut. Á þessu gat Gráni ekki varað sig, því skömmu eftir að hann var búinn að slökkva ljósið sjer hann livar Gráni kemur lötrandi ofur hægt heim túnið. Faðir minn fór þá upp í bæjarsund á gæjur, því honum var forvitni á að sjá hvar klárinn legði að. Gráni var þá konhnn heim að fjósi og gekk þar rak- leiðis að litlu hliði, sem lá upp i garðinn. Þetta hafði föður minn allra sist grunað, þvi fyrst voru tvær tröppur upp að gánga í hliðið og svo fyrst þver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.