Dýravinurinn - 01.01.1895, Síða 28

Dýravinurinn - 01.01.1895, Síða 28
22 staur, sem fjell inn í holur í hliðinu sína hvorum megin, og þar ofan yflr ann- ar staur þúngur, sem gekk inn í hoiu öðrum megin en fjell hinum megin nið- ur í djúpan klofa í garðsendanum. En þarna lagði Gráni að. Hann steig fyrst með framfótunum upp á efri tröppuna, stakk svo höfðinu inn á milli stauranna við þann endann, sem var í klofanúm og lyfti staurnum upp sem hóglegast. Honum var nú ljett að klofa yfir neðri staurinn, en efri staurinn komst varla upp úr klofanum, og fjell strax niður í hann aptur þegar Gráni var kominn inn yfir og var þar þá alt í sömu skorðum. Nú gaf faðið minn sig í ljós og þaut Gráni þá þar út yfir garðinn sem hann kom að, ogvarall- ur á burtu. Faðir minn bjó svo um hliðið og sakaði þá ekki úr því. Faðir minn tók oft til þeirrar nærfærni hjá hestinum, að hann skyldi hafa tekið eftir því, að honum var ekki óhætt að koma meðan ljósið var í glugganum, og eins til hins, hve liðlega hann smeygði sjer inn á milli staur- anna. Hann sagði það líka oft að skepnurnar væri stundum ekki eins mikl- ar slcepnur og mennirnir hjeldu, G. S. Gestur. Einhverju sinni, þegar faðir minn kom úr rjettunum eitt haust, hafði slegist í för með honum móstrútóttur hvolpur. Ekkert vissi faðir minn, hver hvolpinn átti nje hvaðan hann bar að. Hann hafði komið til þeirra einhvers- staðar á leiðinni og hænst helst að föður minum. Þeir höfðu reynt að sveija honum frá sjer, en ekki dugað neitt. Nú ljet faðir minn gefa honum mat og vildi ekki hrekja hvolpgarminn út í óvissuna, þar sem hann var auðsjá- anlega viltwr og ekki eldri en svo sem hálfs annars árs og því óharðnaður. Hann var svo kyrr hjá okkur nokkra daga og þó mjög óeirinn að sjá, því hann hljóp á móti hverjum kallmanni, sem heim kom, en lagði svo niður róf- una og hljóp heim, þegar hann sá að þeir voru allir ókunnugir, en hljóp svo aftur á móti þeim næsta jafn vonarlegur og áður. Þegar þessu hafði geingið nokkra daga, hvarf hvolpurinn og vissi einginn hvert hann fór og við gátum ekki spurt neitt til hans, og hjeldum við þó spurnum fyrir honum í allar átt- ir, en eftir svo sem 4 daga kom seppi heim aptur eitt kvöld, og var þá svo slæptur og húngraður að alt útlit var til að hann hefði ekki bragðað vott eða þurt síðan hann hvarf, og gat faðir minn þess til að rakkinn myndi hafa farið á leið til rjettanna þar sem hann misti af húsbónda sínum eða kannske leingra, en snúið aftur, þegar hann greip í tómt og gat ekki áttað sig. Eftir þetta var seppi hjá okkur í mörg ár og fylgdi föður mínum svo að segja hvert spor. Hann fór oft með honum bæði í rjettir og annað og hvarf aldrei burt og eínginn maður þekkti deili á honum neinsstaðar. Við t

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.