Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 33

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 33
Vitsmunir dýra •------- Vitrir hestar. Hestur Gunnlaugs sýlumanns Briems. Gunnlaugur kammeráð Briem á Grund í Eyjafirði átti á síðustu árum sínum skjóttan reiðhest fyrirtaksgóðan. Hann var ljónstyggur og ljet engan ná sjer nema sýslumann sjálfan. Engum tjáði heldur að koma á bak honum öðrum en sýslumanni, ella hafði klárinn það til að vippa þeim af sjer. — Eim hverju sinni voru þeir á ferð saman úr Akureyrarkaupstað, sýslumaður og Stefán bóndi Thorarensen, er þá bjó á Espihóli. Innti þá Stefán að því við sýslumann, að hann væri hestasár, er hann vildi ekki láta neinn annan koma á bak Skjóna; mældist hann til að fá að koma nú á bak honum í eitt skipti; var sýslumaður tregur til, en ljet þó tilleiðast fyrir þrábeiðni hans, og sagði, að hann mætti ábyrgjast, hvað af hlytist. Ilöfðu þeir þá hestaskipti, og fór Stefán á bak Skjóna. Tók hann þá viðbragð mikið og þaut á stað, og linnti eigi sprettinum fyr en hann kom heim í tún á Espihóli. Þar kastaði hann Stefáni af sjer í frosið mykjuhlass í túninu, svo óþyrmilega, að Stefán fót- brotnaði. Sú er önnur saga um Skjóna, að þá er sýslumaður lagðist banaleg- una, átti að senda eptir lækni. Sagði þá kona sýslumanns, frú Valgerður, að bezt væri að taka Skjóna, og láta læknirinn ríða, svo hann yrði því fljótari. Þetta var um vetur, og var Skjóni inni. En heimamenn sögðu, að hann mundi varla nást, þó að hann væri í húsi; og þó að hann næðist, gæti eng- inn riðið honum. Hún bað samt að reyna, og svo var gjört. Þegar komið var í hesthúsið, stóð Skjóni í dyrunum og ljet óðara leggja við sig beizlið. Sendimaðurinn lagði nú upp að ríða honum, og gekk það hið bezta. Samt fór Skjóni svo hart, að sendimanni þótti nóg um, og ekki fjekk hann stöðvað hann, fyr en hann kom að liúsi læknisins á Akureyri; þar stóð Skjóni graf- kyr. Reið læknirinn honum til baka, og var hann þá hinn auðveldasti. 4*

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.