Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 37

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 37
Smáyegis. Dýrin eru að nokkru leyti einskonar skilgetin systkin okkar mann- anna; þau fullnægja þörfum sinum og lífsnauðsynjum alveg eins og vér; og það er ekki allr munr á því, hvernig þau gera það og vér — að minsta kosti ekki meiri munr að sínu leyti enn munrinn er á því meðal ýmissra þjóða mannkynsins. Þeir, sem vilja liafa álíka stórt bil á milli manna og dýra eins og er á milli himins og jarðar, og finst sér gerð stór minnkun með þvi, að láta telja sig efsta í dýraríkinu, neita dýrunum venjulega um sjálfstæða hugsun og um það, að þau geti nokkuð verulega bygt á reynslunni. Enn þetta er ekki rétt. Hin sama skapandi hönd, sem hefir skapað manninn, hefir og skapað dýrin, og gætt hvorttveggja lífi og viti; og það líf og vit er lif af sama lífi, vit af sama viti, þessum ótæmanda brunni aliífsins og alvitsins, sem streymir út frá enni einu lífsins og vísdómsins uppsprettu, sem öli tilveran lifir af og raðar sér í kringum. • Dýrin, að minsta kosti þau, sem altaf búa með mönnum, læra augsjá- anlega margt af mönnunum, og það af því, sem eiginlega ekki snertir þau sjálf; fjárhundrinn iærir að reka fé alt eins laglega eins og liprasti maðr; og sá, sem kann vel að venja hunda, getur iátið þá iæra ótrúlega margt, sem bendir á það, hvað reynslan og vaninn hafa að þýða; það er hægt að kenna hundum að verja túnið, og reka hverja slcepnu úr þvi, undir eins og þær koma heim í það, en láta þær alveg hlutlausar, meðan þær eru utantúns. Enn dýrin nota einnig reynsluna á annan hátt; og það verðr ekki skiiið á annan liátt enn svo, að þau taki eftir þvi, hvað mennirnir gera, og taki svo til sömu ráða, þegar þau sjá, að þeim getr komið það að haldi; með öðrum orðum: þau nota reynslu mannanna, og gera hana að sinni reynslu, og er það óbrigðult merki þess að dýrin hafa skilning, og geta ályktað frá einum hiut til annars. Skal eg setja hér dæmí nokkur þessu til sönnunar.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.