Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 40

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 40
34 Forustusauðir. —•—®—1— Fáir menn munu hafa átt fallegra fje eöa arðmeira en faðir minn, Magnús Asmundsson, hréppsnefndaroddviti í Fljótum (d. 1883), enda fór liann manna bezt með allar skepnur sínar. Mest af öllu lijelt hann þó upp á for- ustusauðina, sumir þeirra báru af öðrum, en frægastir voru þó tveir sauðir, Gráni og Surtur; af þeim mætti segja margar sögur, en hjer skal að eins drepa lítið eitt á hvorn um sig. Gráni var í stærra lagi á vöxt og þreklegur, hann var úthyrndur og hornin stór og sljett áferðar, augun dökk og tindrandi; höfuðið svipmikið og »hörkubrúskur» í krúnunni. Hann var allra kinda hvatlegastur á velli og snarpur í viðbragði. Það var eitt haust að fádæma fannfall gerði á einni nóttu, en fje allt óvíst. Faðir minn fór þá strax um morgunilin með pilta sína að leita. Þeir gengu allir á sklðum, fundu loks fjeð, gátu komið því í hóp, en þá versnaði veðrið svo, að enginn vegur var til að koma hópnum úr stað. Loks gekk Gráni í broddi fylkingar, og varð hann þó að gera þrjár atreiðir áður hann komst áleiðis, en í seinasta sinn var sem hann hamaðist, og þótti þeim, sem á horfðu, raesta aðdáun að sjá til hans. Gráni kafaði í stórhríðinni alla leið á undan hópnum, og komst fjeð allt í hús það kvöld fyrir hans framgöngu. Þeir sem viðstaddir voru töldu það víst, að hefði Gráni ekki verið, þá mundi allt fjeð hafa legið úti þá nótt, og margt fennt. Eitt vor kom stórhríðaráfelli, þegar nýbúið var að reka geldfje á Holtsdal. Hríðin skall á hallandi degi, en um kvöldið sást frá Brúnastöðum, þar sem faðir minn bjó, að fjárhópur var kominn að ós, sem rennur við túnið; þegar farið var að skoða nákvæm- ar sást, að Gráni var kominn þar með meiri hlutann af heimafjenu. Flestir aðrir, sem fje áttu á Iloltsdal, misstu meira eða minna í því hreti. Gráni varð ekki gamall. Surtur var meðalkind að stærð og heldur í lengra lagi, höf'uðstór með löngum, jnfndigrum hnífium, sem stóðu út á við. Augun vóru stór og stillileg, ennið mikið og hvelft. Hann var mesta þægðarskepna, í meðallagi duglegur, en sú mesta vitkind, sein jeg hef þekkt. Þó brá nokkuð út af þægð hans á vorin, því hann var þá illhemjandi heima, og var sú orsök til þess, að hann vildi komast á afrjett löngu fyrr en vant var að reka gjeldfje þang- að. Fór liann þá opt upp á sauðahúsið cða heyið við það og mændi þaðan sem maður væri fram á afrjett. Sýndi þetta, að hann mundi eptir að gott haglendi var þar sumarið áður, og ályktaði að þar væri orðið betra að vera en í heimahögum, með öðrum orðum, hafði minni og skilning. Öðru máli var að gegna á haustin, því þá kom Surtur jafnan heim sjálfkrafa, skömmu fyrir göngur. Hann fór þá með bæjum einn eða með

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.