Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 43

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 43
Þær ékepnur, sem jeg sá svæfðar, gátu dregið andann og hreift nasir og augu; þegar jeg bar flngur að augum þeirra, þá depluðu þær þeiin, og sýndu á fleiri háttu, að þær gátu tekið eptir því sem fyrir augun bar fyrst eptir svæfinguna, en ef til vill hefur þetta verið afleiðing þess, að skepnurnar hafa ekki verið vel svæfðar, það er að skilja, að mænan hefur ekk; verið skorin alveg í sundur, en hvort svo var, gafst mér eigi kostur á að rannsaka. Það er þess vegna nauðsynlegt að fleiri en jeg veiti þessu atriði nákvæmlega eptirtekt. Læknar vita dæmi þess, að mænan hefur slitnað í mjóhryggnum á manni, sem hrapaði; við það varð líkaminn máttlaus fyrir ncðan mænuslitið, en þar fyrir ofan liafði hann tilfinningu og vald á hreyflngum sínum og hugs- unum; en þó er.það mjög svo líklegt að svæflngin verki meira á heiiann, af því að mænan er skorin í sundur svo nærri honum; þetta þarf þó rann- sóknar við. Það ætti eingöngu að aflífa skepnuna með roti eða skoti, en háls- skurður að leggjast niður. Allir dýravinir ættu að styðja scm öflugast að þessu. Tr. G. Skynlausar skepnur. I dagíegu máli eru allar skepnur kallaðar skynlausar aðrar en raað- urinn. En þetta er svo rangt og fráleitt sem framast má vera. Allar skepn- ur hafa meira eða minna vit, meira og minna skyn. Flestar þær tilfinning- ar, sem hreyfa sjer í mannshjartanu, eiga lí'ka heima hjá skepnunum; já, meira að segja, sumar liinna beztu miklu hreinni, sterkari og rótgrónari en hjá mörgum manninum. Það er alkunnugt, að skepnunnm má kenna ýmsar listir, og að þær má venja á ýiusan hátt. Þetta hafa menn og fundið fyr og seinna; sýnir það meðal annars hið alkunna og algenga orðatiltæki: »Allt má venja nema vöndan manninn.«. En vanalegast er samt, að menn kannast ekki við vit og tilfinningar skepnanna svo sem vera ætti. M-enn skoða þær opt, of opt, í hugsunarleysi sem lifandi vjelar, skapaðar einungis til að gjöra manninum — »herra jarðarinnar« — hægra fyrir og hjálpa honum til að geta lifað og átt góða daga. Hundurinn er vjel til að gelta, reka úr túninu með og taka af mönnum króka og snúninga í smalamennsku; hesturinn er áburð- ar- og reiðvjel, kýrin vjel, sem framleiðir mjólk og smjör, sauðkindin vjel, sem framleiðir ull og kjöt, og kötturinn lifandi músa- og rottugildra. Af þess-

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.