Heimir - 01.07.1910, Page 6

Heimir - 01.07.1910, Page 6
246 HEIMIR efnum og kröfðust þess réttar af kalvínsku kyrkjunni, sem alls ekki viöurkendi hann, þó meö hægö og deilulaust að heita inátti fyrst um sinn. Þeir sem voru andstæöir kalvínska rétttrúnaöinum lögöu mesta áherzlu á hiö góöa í inanninum. Þetta var eðlileg mót- spyrna gegn kenningu Ivalvíns um algeröa spillingu mannsins og frelsun aðeins fyrir náð. En ekki haföi sú mótspyrna varað lengi þegar sumir fóru aö efast um sannleiksgildi þrenningarkenning- arinnar, eins og henni var haldið fram af kyrkjunni. Nokkrir fóru að láta þá skoðun í ljósi aö Kristur væri ekki jaín guði. Hölluöust þeir þá helst aö kenningu Aríusar frá 4 öld um mann- eöli og upphafningu Krists. Um 1780 voru nokkrir prestar í Boston og gr'endinni kom nir svo langt, að vera nefndir únítarar og dróu þeir engan dul á skoöanir sínar. Nokkru síöar um i79obyrjaði hreyfing. er átti upptök sín á ineðal hinna afturhöldsömustu guöfræöinga, Og sem miðaði að því, aö hreinsa kalvínstrúna af öliu, sem þeir álitu vera villukenningar. Þessi hreyflng varö til þess, aö hinir frjáls- iyndari urðu aö gera betur grein fyrir afstöðu sinni gagnvart hin- um eldri kenninguin en veriö haföi, og þá fóru menn um leið aö skiftast í flokka. Sú skifting leiddi til þess, aö únítaríska kyrkjan varð til sem sérstakur trúflokkur skömmu síöar. Ariö 1805 var Henry Ware, einn hinna frjálslyndari guö- fræðinga í Boston gerður að guðfræðiskennara viö Har\ard skólann. Hinir íhaldsamari mótmæltu og kváöu þaö gagnstætt þeim tilgangi, er guðfræðiskennara embættið hefði veriðstofnað í. Mótmæli þeirra höföu sarnt sem áöur engin áhiif á vilja þeirra, sem stjórnuðu skólanum, enda hafði skólinn íheildsimti hneigst aö hinni frjálslyndari stefnu um langan tíma. Þessi at- burður varö til þess að koma af stað langri ritdeilu, sem tíýtti fyrir aðskifnaði flokkana. Einn hinna frjálslyndari guöfræðinga, John Sherman gaf út rit, sem hann nefndi “Einn guö aðeit s í einni persónu’’. Rit þetta var hin fyrstu opinber niótmæli gegn þrenningarkenningunni í Ameríku og það hafði mjög inikla þýð- ingu fyrir frjálslyndari hliöina. Eftir því sem frjálslyndi flokkurinn varö ákveönari í afstciðu

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.