Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 11
< X IIM I 3 H Kanada. ANNAN ÁGÚST I9IO. Þá aörar þjóöir ákaft deila,— uni elzta sögu, fegurst mál, um jaröeign sína, hálfa og heila, um hreysti, kyrkjur, blý og stál,— þú býöur friöinn, fóstra unga, og faömínn breiöir móti þeim, sem vilja létta lífsins þunga og lúnir flýja Austur-heim. Og hvaö sem þeim til hugar rennur, er hrekst frá sinni æskulaut, og hve sem þeim í hjarta brennur, er hatar þann sem flytur braut; þá er þaö víst aö frelsi og friður þann fanga, er mannlegt hjarta á : Aö heita eigin heillasmiöur er huggun gamals, unglings þrá. Hiö fyrsta spor, sem fram er gengið á friöarvegi, á gæfuleiö, þaö vinnst viö andlegt frelsi fengiö og fetist þaö er brautin greiö;— og þú varst, fóstra, aflið eina, sem okkur hugsjón vaktir hjá, því ótta-stýrur myrkra og meina Þín móöurhönd oss strauk af brá.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.