Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 8
208
Arni l’álsson:
r IÐUNN
Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir
darraðarljóð frá elztu þjóðum,
heiftareim og ástarbrima
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígð liún gcymir í óði.----
Vér köllurn síra Matlhías þjóðskáld. IJað nafn hafa
margir aðrir en liann átl með réltu. En í mínum
augum hefir liann alt af verið þjódslcáldið öllum öðr-
um fremur. Lífskjör þjóðarinnar bæði fyr og síðar
hafa alt af legið honum á hjarta. Fáir hafa lifað eins
fast með samtíð sinni eins og hann; hann hefir sungið
um flest, hlítt og strítt, sem íslandi hefir horið til
handa um lians daga. ()g ekki hefir samúð hans
síður fylgt einstaklingunum. Vinir hans hafa sjaldan
legið óbættir lijá garði. Ilann hefir kveðið yfir harn-
inu í vöggunni og signt brúðhjónaskálina og selið
við banasængina. En ekki hefir hann síður lifað i
forlíð þjóðarinnar, — hann liefir drukkið anda lið-
snna tíma inn í sína gljúpu og næmu sál. Kvæöi
hans bera þess vott, þótl hann liaíi fátt um slíkt
skrifað í óbundnu máli. Mér hefir fundist, að ég
hafi sjaldan komisl eins nálægl fornöldinni og þeg-
ar eg hefi selið og hluslað á hann fara með forn
fræði, sérslaklega liafi talið borisl að fornum skáld-
skap. Það tal þykir honum allgoll.
Loks má ekki gleyma hinum slórkostlegu land-
vinningum hans fyrir íslenzkar bókmentir, þýðing-
um hans á ýmsum höfuðskáldrilum Evrópuþjóðanna.
Hann hefir þar sjaldnasl ráðist á garðinn þar sem
hann er lægslur, — það eru menn eins og Tegnér,
Byron og Shakespeare, sem hann hefir »haslað völl«.
Og sjaldan hefir hann borið lægri hlut í þeim fang-
brögðum, þó að stundum bregðist honum bogalistin,