Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 20
220
Hermann Sudermann:
[IÐUNN
hár maður vexti og grannur, og sérslaklega er ennið,
sem gnæfir upp yíir afsleppar herðarnar, hvelft og
göfugmannlegt. Hann er að lúka við að totta langa
pípu. í gárunum á andliti hans, sem krýnt er mjall-
hvítum hærum, má greina milt, en þó viðkvæmt
bros, líkast brosi því sem sálarrósemd sjálfsafneitun-
arinnar grefur stundum á andlit aldurhniginna manna.
Báðir þegja. Það eina, sem rýfur þögnina i her-
berginu, er suðið í lampanum og snarkið í pípunni.
En svo byrjar stundaklukkan, sem hangir að haki í
stofunni inni í dimmunni, að tilkynna tólftu slund-
ina hásum rómi.
»Þetta er um það leyti, sem hún var vön því að
fara að blanda fyrir okknr púnsið«, sagði sá með
háa, hvelfda ennið. Og það var eins og hann klökk-
naði við og röddin skylíi ofurlítið.
»Já, það var einmitt um þetta leyti«, tók hinn
undir. Og það var einhver hörkublær á röddinni,
eins og enn eimdi eftir af skipana-tón herforingjans.
»Ég hafði ekki hugsað mér, að það gæli verið
svona tómlegt, þegar liún væri horfin«, tók liinn
aftur til máls.
Húsbóndinn kinkaði kolli og hélt áfram að japla.
»Fjörulíu og fjórum sinnum hafði hún nú blandað
fyrir okkur nýjárs-púnsið«, hélt hinn áfram.
»Já, svo er nú langt síðan, að ég seltist að í Berlín
og þú varðst heimagangur hjá okkur«, sagði gamli
herforinginn.
»Fyrir ári uin þetta leyti«, sagði hinn að nýju,
»sátum við hér enn giöð og ánægð. Hún sat þarna
i hægindastólnum og var að prjóna háleisla á elzta
son Páls og kepptist mikið við, því að hún þóttist
verða að vera búin með þá fyrir miðnætlið. Og
henni tókst það líka. Og svo drukkum við og töluð-
um mjög svo skeytingarlaust um dauðann. Og tveim
mánuðum síðar var hún hafin út. — lJú veizt, að ég