Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 28
IÐUNN
Baugabrot.
Eftir
dr. Sigurð Nordal.
I.
Ilsebil.
1 einu af ævinlýrum Grimms segir frá sjómanni,
sem dró furðulegan, máli gæddan fisk á öngul sinn.
Fislcurinn bað sér lífs og kvaðst vera konungssonur
í álögum, svo að maðurinn slepti honum. En þegar
lieim kom og Ilsebil kona lians heyrði söguna, réð
hún manninum að hitta fiskinn aftur að máli og
bera fram ósk sína. Konan undi sér illa í kofakytr-
unni sinni og óskaði sér belri salakynna. Maðurinn
fór og fiskurinn veitti bæn lians. En þá vildi konan
verða konungur, þvi næst keisari og loks páfi. Alt
þelta veitti íiskurinn. En liún var ekki enri í rónni:
liún vildi verða eins og guð almáttugur. Maðurinn
varð að fara og stynja þessari ósk upp við fiskinn.
Fiskurinn svaraði stutllega: Farðu heim. Hún situr
aftur i kofakytrunni!
Fyrst þegar ég las þessa sögu, fanst mér hún ekki
sýna annað en makleg málagjöld hégómagirninnar.
Síðar hefi ég þózt sjá í henni brot úr harmsögu
mannsandans.
Hugsum okkur, að fiskurinn liefði síðast einungis
svarað: Þelta get ég ekki veitt. Var þá ekki á eftir
sama fyrir Ilsebil, hvorl hún sat í páfahöll eða sjó-
mannskofa? Milli þess sem hún var og þess sem
hún hafði krafist var óendanlegt djúp staðfest. Það
hlaut að gera alt lítilfjörlegt, sem i kringum hana
var, og hana sjálfa ineð.