Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Qupperneq 34
234
Magnús Stepliensen:
L iðunn
sem sýni áreiðanlega greinilega kringlu eða flöt í
stjörnukíkinum. Að vísu dvlst oss ekki, að nokkrir
snjallir stjörnuskoðarar hafa lialdið því fram, að
einstakar smáar stjörnur sýni kringlu, en vér verð-
um að hafna þessari ímyndun og að lialda oss að
eins að þeirri venjulegu sannreynd, að þegar beztu
stjörnukíkjum er beint á björtustu stjörnurnar, þá
sýna þeir ekki annað en blikandi ljósdepla svo dauð-
ans smáa, að það eru eklci tiltök að festa hendur á
þeim með nákvæmasla smámæli. IJað kann dálítið
að skýra þessa spurningu, að ihuga, hvernig sólin
rnundi líla út, ef hún væri skoðuð í stjörnukíki frá
Siríusi. Þetta er spurning, sem vér getum svarað.
Vér þekkjum þvermál sólarinnar (192,000 mílur), og
vér getum reiknað, hversu stór sólin mundi sýnast,
ef liorfl væri á hana frá Siríusi. Svarið tekur af öll
tvímæli. Stærð sólarinnar í þessari fjarlægð mundi
samsvara íimmeyring, séðum í 350 mílna fjarlægð.
Það er vonlaust að ímynda sér, að svo lítil stærð
yrði uppgötvuð í nokkurri sjónpípu. þegar vér eign-
umst sjónpipu nógu öfluga, til að sýna oss skepnur
í tunglinu, eða lil að sýna oss hús á Marz, þá gel-
um vér gert oss vonir um, að sjá kringlu stjarnanna.
En slíkt er oss allsendis um megn. Ófullkomleikinn
er ekki einungis hjá sjónpípunni; hann er samfara
öllum atriðum, sem koma til greina. Jörðin er ekki
nógu stöðug sem undirstaða undir svona öllugan
stjörnukíki, og hversu heiðríkur sem himinninn væri,
þá væri loftið of óhreint, til að sjá í gegnum það.
Vér ættum því ekki að vera neilt lilessa á því, þólt
oss auðnist ekki að sjá kringlu í Siríusi; þó að þvermál
lians væri 10 sinnum meira en sólarinnar, og líkams-
stærð hans þar af leiðandi 1000 sinnum meiri, þá
yrði jafn vonlaust, að sjá neina kringlu í kíkinum.
Vérverðum því að gefa frá oss alla von um að mæla
Siríus, en reynum heldur að vega liann. Eg skal