Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Síða 41
1
iðunn] Sólin og Siríus. 241
sama sé um íleslar ef ekki allar sólstjörnur; en sú
sljarnan, sem kemur oss mest við, sól vor, hvað
gerir hún? Stendur hún ein kyrr eða er hún líka á
hreyfingu með öllu sínu föruneyti: jarðstjörnum með
tunglum þeirra, halastjörnum og öllum hinum ótelj-
andi grúa af öðrum minni hnöttum, sem ganga um
hana?
Hinn mikli sljörnuspekingur Sir William Herschel
er hinn fyrsti, sem hefir ráðist í að leysa úr þessari
spurningu, og hann liefir komist að raun um, að
sólin með öllu hennar fríða föruneyti sé á hreyíingu.
Hann komst ekki að eins að raun um þetta, lieldur
lika um það, í hvaða stefnu sólin væri að iara, sem
og um hraða hennar á þessari ferð. IJað heíir verið
sýnt fram á, að sólin og all sólkeríið er á fleygiferð
og stefnir á depil á himninum, sem er nálægt stjörn-
unni ö í Hörpunni1). Hraðinn á þessari ferð sam-
svarar stærð sólkerfisins; fljótar en kúla, sem nokk-
urntíma hefir verið hleypt úr byssu, sendist sólin nú
áfram, teyinandi með sér jörðina og allar hinar jarð-
stjörnurnar. Vér jarðbúar tölcum líka þátt í þessari
hreyfingu. Á hverri hálfri stundu erum vér meira en
tvö þúsund jarðmálsmílum nær stjörnumerkinu Hörp-
unni, en vér mundum hafa verið, ef sólkerfið hefði
okki verið á þessari hreyfingu. Þar sem vér stefnum
nieð þessum geysimikla hraða á Hörpuna, mælti í
fijótu bragði ætla, að vér ættum bráðum að komast
þangað; en fjarlægðir stjarnanna um þessar slóðir
sýnisl ekki vera minni en fjarlægðir stjarnanna ann-
f'rsstaðar, og vér getum reitt oss á, að sólkeríið hlýtur
oð halda áfram ferð sinni í meira en milíón ár,
áður en vér höfum komist gegnum það djúp, sem
oi’ staðfest milli þess staðar, þar sem vér erum nú,
°g endimarka Hörpunnar.
1) Sjá Björn Gunnlaugsson: Leiðarvisir til að þekkja stjörnur, 4G. bls,
Stærsta stjarnan i Hörpunni er »Blástjarnan«.