Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Síða 66
| IÐUNN
Fyrirboðar
úr Iífi W. T. Steads.
Kalli úr fvrirlestri eftir Einar Hjörleifsson.
Mig langar til að segja ykkur fáeinar fyrirboðasögur.
Eg var fyrst í efa um, hverjar sögur ég ætli að
velja. Mér hefði þótt mest gaman, að þær væru ís-
Ienzkar. En það er nokkuð örðugt að fá íslenskar
fyrirboðasögur, sem fullkomnar sönnur hafa verið
færðar á, að séu áreiðanlegar. Útlendu fyrirljoðasög-
urnar eru svo margar, að manni Iiggur við að villast
í þeim skógi. Rétt lil dæmis skal ég benda ykkur á
það, að einn franskur rithöfundur liéíir nýlega safnað
1000 þess konar sögum og gefið þær út í bók.
Ég heíi ráðið af að velja fyrirboða úr lífi W. T.
Steads. Þær sögur hafa fyrst og fremst það til síns
ágætis, að þær eru áreiðanlega sannar. Annar kost-
urinn við þær er sá, að sumir fyrirboðarnir koma
sjálfkrafa, aðrir með tilraunum. 1 þriðja lagi er mér
sérstaklega Ijúft að segja ykkur þessar sögur, af því
að þær standa í svo nánu sambandi við andlegt líf
Steads, þess manns, sein í mínum augum er einhver
hugnæmastur maður á síðari hluta 19. aldar og í
byrjun þessarar — blaðamanna-konungsins, friðar-
postulans, kveneðlis-riddarans, landvarnarmannsins
fyrir veikar vonir og óvinsæl málefni; einhvers svæsn-
asta andlega bardagamannsins, sem fram hefir komið
í blaðamensku veraldarinnar, en jafnframt svo ger-
sneyddur allri eigingirni, að dómi allra þeirra, sem
þektu hann, og gæddur svo óvenjulega guðdómlegum
liæfdeika lil þess að fyrirgefa alt og elska alt, að í því