Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Qupperneq 89
IOUNN1
Endurminningar.
289
neðarlega í röðinni, goll ef ekki næst neðstur, þegar
við gengum upp; en utanskóla-prófdómandinn, sem
annars var mætur maður og mjög vel að sér, var
nærri heymarlaus og heyrði víst ekkert lil mín og
sumra fleiri, sem ekki voru því liámæltari og gaf
hann því vitnisburð hverjum eftir því sem hann var
i röðinni, og mér hafði hann víst geíið laklega til
illa (22/3). Engir stýlar voru skrifaðir í þýzku í skóla
þá; en ég bæði skrifaði þýzku og orkti jafnvel á
þýzku um þelta leyti.
Þótt Halldór væri harður og óþjáll, var hann venju-
lega réltvís. Hann gekk ríkt eftir að sér væri hlýtt;
«n smámuni leiddi hann hjá sér og storkanir pilta
gal hann látið eins og vind um eyrun þjóta, þegar
svo gegndi bezt. Allir þekkja vísu Jóns Thoroddsens:
»í kláða-lúsa leitargjörð«. Heimasveinar höl'ðu frí-
tima til kveldverðar kl. 7 — 8. Var hávaði þeirra oft
koininn upp í skóla 15 mínútum fyrir kl. 8; en ekki
var kveikt í bekkjunum fyrri en klukkan sló. Eitt sinn
fundu piltar upp á því, að fara allir inn í söngstofu
þegar þeir komu upp eftir, og syngja þar þau kvöld,
sem Halldór hélt vörð eftir kl. 8. Hann kom og upp
í skólann 10—15 mín. fyrir 8 og gekk um gólf á
ganginum þar til er klukkan sló, en á meðan kyrjuðu
piltar hástöfum vísuna: »í kláða-lúsa leitargjörð«.
Halldór gekk um gólf á ganginum og lét sem hann
heyrði ekki neitt. En þegar klukkan sló, opnaði hann
að eins dyrnar og kallaði inn: wklukkan er slegin«.
— Þetla gekk svona ein tvö, þrjú kvöld, en þegar
piltar sáu, að Halldór skeytli þessu engu, þá skömm-
uðust þeir sin sjálfkrafa og steinhættu þessari skemt-
un. Alveg um þetta sama leyti tóku þeir upp á þvi,
kveldin sem Halldór Guðmundsson hafði vörð eftir
8, að syngja á sama hált: »Hver er sá litli Lucifer?«
Hann varð vondur og sagði: »Haldið þið kjafti, svína-
bestin ykkar, og snáíið þið inn í bekkina«. Honum