Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Qupperneq 29
IÐUNN]
Tónar.
219
Björn yngri hafði unnað nafna sínum mest allra
manna, og gert hann að fyrirmynd sinni í hvivetna.
Aldursmunur þeirra var að eins 10 ár, — því mis-
eldri var mikið með systkinunum. — Marga heyrði
ég taka til þess, live þeir hefðu verið líkir. Vafalaust
hefir Björn yngri einnig stælt nafna sinn að mun.
Báðir voru þeir fríðir, bjartliærðir og mestu snyrti-
menn. Gáfaðir, skáldmæltir og sérlega sönghæíir.
Björn yngri hafði trúað mér fyrir því, að hann
ætlaði framvegis að helga sönglistinni líf sitt. Og
hann lýsti oft fyrir mér frægðardraumum sínum sem
mér þóttu reyndar stundum nokkuð djarfir. — En
það veit ég með vissu, að ég hefi aldrei liaft meiri
unun af söng, en þegar liann söng. Eg hefi þó, að
því er ég hygg, heyrt margt af hinu bezta, sem ís-
land og Danmörk eiga á því sviði. — Honum duldist
ekki, að ég varð oft hrifmn af söng hans. Hann varð
svo undur-glaður, þegar hann sá þess merki.
»Þú hefir eyra, Villi«, sagði liann þá eitt sinn og
strauk á mér hárið.
Mér þótti líka sérlega vænt um þetta álit lians, og
yfirleitt liefi ég aldrei dáðst meira að neinum manni
en honum.
Við urðum allfegnir þegar báturinn lenti. Okkur
var orðið hálfkalt á siglingunni. Tæpur slundarfjórð-
ungs-gangur var heim að bænum. Var það allmikið
í fangið. Við hálfhlupum þegjandi fyrstu brekkuna.
Síðan genguin við hægar. Loks settumst við niður á
miðri leið.
»Eg veit ekki hvernig á því stendur«, sagði Björn,
»en mér líður illa. Það er einhver óhugur í mér,
sem eins og vefur mig heljartökum. Ef til vill er
það endurminningin um slys nafna míns, sem hefir
þessi áhrif á mig, en þó skil ég það varla. Það kom