Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 31
IÐUNN1
Tónar.
221
Ég heyrði skrjáfa í blöðum. Svo fleygði hann þeim.
»þetta er tómt rusl«, heyrði ég hann segja.
Nú tók hann aftur að spila og söng með. Þannig
fór hann með nokkur lög. Svo var stundarþögn.
þá tók liann aftur að spila og söng þessar visur:
Grænn er bali,
grund og dali
gyllir sólin bliða.
Út um hlíðar
yndisfríðar
ómar líða víða.
Styttast dagar,
hrímgast hagar,
harma sveinn og meyja.
Rokin sveigja
runn og beygja,
rósir þreyja, deyja!
Kemur blíða
blær og píða,
bitrir kuldar dvína.
Grundir hlýna,
geislar skína,
gleði krýna mina!
Eg þekti þessi erindi mæta vel. Þau og lagið var
hvorlveggja samið af nafna hans, — að sagt var —,
daginn áður en hann druknaði.
Nú heyrði ég hurð lokið upp.
»Góðan daginn, vinur minn«, var sagt í ókunnum,
fallegum kvenrómi.
Eg horfði og lilustaði.
Var þetta Helga? Mér fanst rómur hennar alt
annar í gærkvöldi. Nú sá ég hana. Hún gekk beint
til Björns. Hann var hællur að spila og hálf-sneri
sér að gestinum.