Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 35
ÍÐUNN]
Tónar.
225
Hann svaraði ekki, en horfði út í bláinn.
Svo sneri hann sér að mér alt í einu.
»Manstu hvað ég sagði þér í gærkvöldi — um
óhuginn. Skilurðu það nú?«
»Ef til vill. — þetta er annars mjög undarlegt alt
saman. Mér fanst stúlkan með öllu viti fyrst«.
BÞað var hún eflaust líka. En ég hefi svift hana
vitinu aftur með mínum klaufaskap«.
»Heldurðu það?«
»Ég veit það«.
»Hefði ég ekki sagt eins og var. Hefði ég samsint
henni . . . minsta kosti í bráðina, þá — — þá er
ekki víst að hún hefði mist fótfestuna aftur«. — Nú
lagði liann báðar hendur á axlir mér. — »Eg heíi
kveikt ljós i myrluinu — og slökt það aftur«. —
Hann leit á mig og reyndi að brosa, en brosið náði
ekki augunum.
Við dvöldum þarna um daginn og næstu nótt. —
Björn var gerbreyttur, þungbúinn og þögull. Sigríði
sáum við ekki aftur. Hún hafði farið, meðan við
vorum uppi á Klifinu. — Ég varð þess var, að Björn
vildi lielzt vera einn. Stundum fanst mér liann horfa
á mig tortrygnisaugum.
Okkur var fylgt á hestum til kaupstaðarins. — Ég
fór til vinnu minnar. Svo leið hér um bil vika. Ég
sá Björn sjaldan, og við töluðum lítið saman.
Einn dag kom drengur til mín með bréf. Það var
frá honum. í því stóð þelta:
»Villi minn!
Þegar þú færð þessar línur, er ég farinn af slað með
»Skálholti« áleiðis til ísafjarðar. Bú skalt ekki kæra þig
um að skrifa mér, og ekki ieila mig uppi. Mundu það.
Eg vil vera einn.
Ef til vill skrifa ég þér síðar.
Iöunn II.
15