Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 39
IÐUNN]
Tónar.
229
settist lóa skamt frá mér og söng »dýrðin, dýrðin!«
Og ég hlustaði hugfanginn á sönginn, og ég fyrir-
varð mig fyrir lóunni . . . «
Litla stúlkan kom og bað okkur að koma inn að
borða. — Björn var fálátur við borðið.
Þegar máltíðinni var lokið, stakk ég upp á því,
að við gengjum upp í hlíðina. Hann tók því fálega.
Svo sátum við inni og spjölluðum um hitt og þetta.
Hann sýndi mér nokkra fuglahami, sem hann liafði
troðið út. Hann kvaðst mundu koma þeim fyrir í
stofunni og ætla að bæta mörgum við.
Ég sagði eitthvað um, að það mundi verða til
mikillar prýði. I
»Já, bæði til gagns og prýði«, sagði hann og brosti.
»þá get ég leikið Ekdal gamla á stofuloflinu . . .
Heíirðu ekki lesið »Villiöndina«?
Nei, ég hafði ekki lesið hana þá. En ég heíi lesið
hana síðan.
*
Vilhjálmur þagnaði. Mér fanst þögnin verða nokk-
uð löng.
»Hvað svo?«
»Ekkert. — Svo fór ég heim um kvöldið. Sagan
er ekki lengri«.
Hann stóð upp.
»Nú er víst mál að kveikja . . . «.
En mig langaði ekkert til þess að fá Ijós.
Hann kveikli á lainpanum og raulaði fyrir munni sér.
»Er hann þar enn þá?« sagði ég.
Hann svaraði ekki, en geklc að bókaskápnum, dró
þar fram nokkur blöð. Valdi eitt úr þeiin og rélli mér.
»Heíirðu séð þelta blað?«
Ég hafði ekki séð það. Eg rendi augunum lljótlega
yíir það. Ég kom lljótlega auga á smágrein með
krossinarki yfir.