Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 56
246 Mercator: IIÐUNN hefir það sézt betur en nú, að hversu litlu gagni hún er oss, er á herðir. Og álas það, sem danska stjórnin fær í grein þessari, á hún fyllilega skilið bæði frá dönsku og jafnvel lika islenzku sjónarmiði. Því að syndir hennar og Dana eru sannarlega ekki upp- taldar með því, sem í greininni stendur. Eða er ekki óskaplegt til þess að vita, að jafnvel póstsendingar og bréf skuli ekki geta farið svo milli tveggja hafna í sama ríkinu, sem svo er nefnt, að þau séu ekki rifin upp og rannsökuð hvað eftir annað af einni ófriðarþjóðinni, Englendingum? Og er það ekki jafn furðulegt, þegar skip, sem eru að fara milli hafna á íslandi, eru tekin og farið með þau til Englands; eða er ísl. skipi, sem liggur í brezkri höfn, er beint bannað að sigla tómu til Dan- merkur? Þetta eru þó einhver hin verstu brot á rélli hlutlausra þjóða, sem hægt er að hugsa sér og und- arlegt, að Danir skuli ekki gera það uppskátt öllum þjóðum og andmæla í líf og blóð. Hvað gerðu ekki Svíar, þegar átti að fara líkt með þá? Þeir virtust menn að meiri. Auðvitað segja Danir, að hér sé við ofurefli að etja. Og er það að vísu satt. Og því getum vér líka að þessu leyti fyrirgefið þeim tómlæti þeirra. En hvað á þá að segja um hitt, þegar þeir fara sjálfir að fara með oss sem erlent land, erlent ríki? Það þykir oss enn meira gaman að, þótt það komi oss óþægilega í svipinn; en þess eru líka dæmi og þau nógu kátbrosleg frá okkar sjónarmiði. Danir, sem til þessa hafa haldið því fram, að ís- land væri »óaðskiljanlegur hluti« Danaveldis og hafa nefnt sitt eigið land »Moderlandet«, en vort »Bilandet«, þeir eru nú farnir að sýna oss þá »móðurlegu« um- bySf?ju að hefta útflutning á vörum frá Danmörku til íslands, og meira að segja stemma stigu fyrir því, að vörur þær, sem vér sjálfir öílum oss frá öðrum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.