Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 56
246
Mercator:
IIÐUNN
hefir það sézt betur en nú, að hversu litlu gagni hún
er oss, er á herðir. Og álas það, sem danska stjórnin
fær í grein þessari, á hún fyllilega skilið bæði frá
dönsku og jafnvel lika islenzku sjónarmiði. Því að
syndir hennar og Dana eru sannarlega ekki upp-
taldar með því, sem í greininni stendur.
Eða er ekki óskaplegt til þess að vita, að jafnvel
póstsendingar og bréf skuli ekki geta farið svo milli
tveggja hafna í sama ríkinu, sem svo er nefnt, að
þau séu ekki rifin upp og rannsökuð hvað eftir
annað af einni ófriðarþjóðinni, Englendingum? Og
er það ekki jafn furðulegt, þegar skip, sem eru að
fara milli hafna á íslandi, eru tekin og farið með
þau til Englands; eða er ísl. skipi, sem liggur í
brezkri höfn, er beint bannað að sigla tómu til Dan-
merkur? Þetta eru þó einhver hin verstu brot á rélli
hlutlausra þjóða, sem hægt er að hugsa sér og und-
arlegt, að Danir skuli ekki gera það uppskátt öllum
þjóðum og andmæla í líf og blóð. Hvað gerðu ekki
Svíar, þegar átti að fara líkt með þá? Þeir virtust
menn að meiri.
Auðvitað segja Danir, að hér sé við ofurefli að etja.
Og er það að vísu satt. Og því getum vér líka að
þessu leyti fyrirgefið þeim tómlæti þeirra. En hvað
á þá að segja um hitt, þegar þeir fara sjálfir að
fara með oss sem erlent land, erlent ríki?
Það þykir oss enn meira gaman að, þótt það komi
oss óþægilega í svipinn; en þess eru líka dæmi og
þau nógu kátbrosleg frá okkar sjónarmiði.
Danir, sem til þessa hafa haldið því fram, að ís-
land væri »óaðskiljanlegur hluti« Danaveldis og hafa
nefnt sitt eigið land »Moderlandet«, en vort »Bilandet«,
þeir eru nú farnir að sýna oss þá »móðurlegu« um-
bySf?ju að hefta útflutning á vörum frá Danmörku
til íslands, og meira að segja stemma stigu fyrir því,
að vörur þær, sem vér sjálfir öílum oss frá öðrum