Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Side 62
252
Jón Magnússon:
I iðunn
út fyrirhafnarlaust af sjálfum sér, þegar á þurfti að
halda, en svo var vel í þær raðað, að alt var i réttri
skipan, enginn ruglingur í heila þess raanns«, Ég tel
þessa líking eiga vel við.
Mönnum fanst til um það, hve mikill aflmaður
hann var. Mér kom það svo fyrir, að í samveru við
hann fyndi maður jafnan til hins mikla aíls, er *
honum bjó. Ég á þar aðallega við sálaröílin, festu í
hugsun og fyrirætlunum og kraft í framkvæmd. En
hann var öflugur maður bæði til sálar og líkama.
_Minni í senn jafn sterkt, jafn trútt og jafn fjöl-
hæft hygg ég engan samtíðarmanna hans hérlendan
hafa haft. Hann var afarfljótur að afgreiða embættis-
slörf sín, og hjá honum lá aldrei neitt mál stundinni
lengur, að minsta kosti ekki hjá honum sjálfum.
Hann liafði því jafnan mikinn tíma afgangs em-
bætlisstörfum, og varði bonum mestum til lesturs,
til náms getur maður sagt, því að um liann má
segja, eins og sagt var fyrir löngu um annan mann,
að »hann nam alt það, er hann las, og mundi alt
það, er hann nam«. Það ræður því að líkindum, hví-
líkum ótæmandi fjársjóð allskonar fróðleiks hann
safnaði, því að liann las allskonar fræðibækur og
kunni allra manna bezt að aíla sér fróðleiks af sam-
ræðum við aðra menn, og var því sannfróðari um
hag manna og háttu hvarvetna á landinu en nokkur
samtíðarmaður hans, að því er ég hygg.
Það sem að framan er talið: vitsmunir hans, skýr-
leikur f hugsun, fróðleikur, glögg og gagnorð fram-
setning, og að liafa alt á hraðbergi, það kom sér
einkarvel á Alþingi. Þegar þar við bætist festa í
fyrirætlun og kraftur í framkvæmd, þá er ekki furða,
þótt hann léti mikið til sín taka á Alþingi, fram yfir
það, sem líkindi voru til vegna stöðu hans. Þing-
ræður hans eru annálaðar. Þær eru sluttar, gagn-
orðar og frábærlega skýrar, svo skýrar og skipulegar,