Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 62
252 Jón Magnússon: I iðunn út fyrirhafnarlaust af sjálfum sér, þegar á þurfti að halda, en svo var vel í þær raðað, að alt var i réttri skipan, enginn ruglingur í heila þess raanns«, Ég tel þessa líking eiga vel við. Mönnum fanst til um það, hve mikill aflmaður hann var. Mér kom það svo fyrir, að í samveru við hann fyndi maður jafnan til hins mikla aíls, er * honum bjó. Ég á þar aðallega við sálaröílin, festu í hugsun og fyrirætlunum og kraft í framkvæmd. En hann var öflugur maður bæði til sálar og líkama. _Minni í senn jafn sterkt, jafn trútt og jafn fjöl- hæft hygg ég engan samtíðarmanna hans hérlendan hafa haft. Hann var afarfljótur að afgreiða embættis- slörf sín, og hjá honum lá aldrei neitt mál stundinni lengur, að minsta kosti ekki hjá honum sjálfum. Hann liafði því jafnan mikinn tíma afgangs em- bætlisstörfum, og varði bonum mestum til lesturs, til náms getur maður sagt, því að um liann má segja, eins og sagt var fyrir löngu um annan mann, að »hann nam alt það, er hann las, og mundi alt það, er hann nam«. Það ræður því að líkindum, hví- líkum ótæmandi fjársjóð allskonar fróðleiks hann safnaði, því að liann las allskonar fræðibækur og kunni allra manna bezt að aíla sér fróðleiks af sam- ræðum við aðra menn, og var því sannfróðari um hag manna og háttu hvarvetna á landinu en nokkur samtíðarmaður hans, að því er ég hygg. Það sem að framan er talið: vitsmunir hans, skýr- leikur f hugsun, fróðleikur, glögg og gagnorð fram- setning, og að liafa alt á hraðbergi, það kom sér einkarvel á Alþingi. Þegar þar við bætist festa í fyrirætlun og kraftur í framkvæmd, þá er ekki furða, þótt hann léti mikið til sín taka á Alþingi, fram yfir það, sem líkindi voru til vegna stöðu hans. Þing- ræður hans eru annálaðar. Þær eru sluttar, gagn- orðar og frábærlega skýrar, svo skýrar og skipulegar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.