Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Qupperneq 65
IÐUNN ] Magnús Stephensen áttræður. 25í>
fyndi nokkurn tíma að neinu við okkur. Einn er sá
háttur lians, sem vert er að geta, af því að það mun
nú orðið fremur fátílt um veraldlega embættisinenn,
það er kirkjurækni hans, hann fer í kirkju á hverj-
um helgum degi.
Öll er háttsemi lians einkar látlaus. Mann, er Iaus-
ari sé við tilgerð eða tildur, getur ekki. Það heíir
og verið örðugt að fá að sýna honum nokkuð al-
mennara en venjulega gerist, hver tök hann hefir í
hugum manna. Þegar hann varð sjötugur, vildu
menn fá að halda samsæti honum til heiðurs, en
það var afsvar frá hans hálfu. Sama var nú, er hann
varð áttræður 18. október 1916. Það var með mestu
lægni, að það tókst að fá samþykki hans til þess að
gerð væri nú af honum brjóstmynd í þvi skyni að
setja hana í neðrideildarsal Alþingis gegnt sæti því,
er hann hafði svo lengi þar með sóma skipað.
Myndina gerði Ríkharður Jónsson fyrir fé, er safnað
var til þess, aðallega hér í Reykjavík, og safnaðist á
stutlum tíma meira fé til þessa, en á þurfti að lialda.
Margir fleiri en þeir, er í samskotunum tóku þátt,
mundu fegnir hafa viljað sýna Magnúsi Stephensen
áttræðum virðingarmerki, ef þeir hefðu fengið færi á.
Æfiferill lians og embættisferill hefir verið hinn
glæsilegasti. Hann er fæddur á Höfðabrekku í Mýr-
dal 18. október 1836, sonur Magnúsar Stephensen
sýslumanns Stefánssonar amtmanns Ólafssonar Steph-
ensen, og Margrétar Þórðardóltur prófasts Brynjólfs-
sonar. Kona hans er Elín Jónasdóttir sýslumanns
Thorstensen Jónssonar landlæknis Thorstensen. Hann
varð stúdent úr Reykjavíkurskóla 18 ára gamall, en
lauk embæltispróli í Iögum 1862 með 1. einkunn í
báðum prófum. Árið eftir komst liann í dómsmála-
stjórnina dönsku og varð þar aðstoðarmaður 1865.
19. ágúst 1870 varð hann 2. meðdómandi og dóms-
málaritari í landsyfirdómnum, og fékk veitingu fyrir