Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 89
ÍÐUNN1
Ritsjá.
279
Og púiö (undirsöngurinn með lokuðum munni) er lík-
astur bumbuslætti(l) »Gunnar og Njáll« (VI) er likara
tvísöngslagi úr »Gluntarne« en alvarlegu samtali hetjunnar
frá Hlíðarenda og vitringsins á Bergpórshvoli. Það bætir
ekki úr skák að láta Njál eiga granna tenórrödd, pað dreg-
ur úr allri alvörunni; enda fer pað i bága við almennar
íistarreglur.
Heildinni er einnig ábótavant, samhengi laganna virðist
lítið og »dramatiskt« flug vantar allviða.
Tónskáldið virðist hér hafa færst heldur mikið í fang.
Til pess að semja svona stóra lagsmíð parf eigi lítilla hæíi-
leika og leikni i hljómlistar-rcglunum, sem tónskáldið virð-
ist ekki hafa til að bera, pó hann annars sé náttúraður
fyrir söng og hafi samið allmörg falleg smálög. Petta sýnir
og pað, að tónskáldið heíir búið pessi lög til sérstaklegá
fyrir stofuorgan. Petta hljóðfæri er alt of punglamalegt
við pess konar lög, einkum lög siðara flokksins. Það er
einmitt ekki rétf, að »fleiri en peir, sem sungið geta, eiga
hægt með að hafa gagn af peim, ef peir kunna að leika á
hljóðfæri«. Pað eru áreiðanlega fæstir er geta haft gagn af
lagi svo sem »í víking« með 5(!) nótnastrengi í einu. Pó
að stofuorganið sé mjög íflgengt hér á landi, er lítil ástæða
til að búa til fyrir pað lög, sem eru ekki við hæfl alpýðu;
eins vel mætti búa pau til fyrir hörpu eða lútu, hefðu
pær verið algengar hér. Auðvitað á orkestur bezt við
þess konar lög, en pó má einnig nota pianó sem úrbót, eii
ekki stofuorgan, að minsta kosti ekki eitt út af fyrir sig.
Holger Wiehe.
Haraldur Nielsson: Kirkjan og ódauðieika-
sannanirnar. Fyrirlestrar og prédikanir. ísa-
fold. Ólafur Björnsson. 1916.
Höf. lætur pess getið í formálanum, hvað orðið »ódauð-
leiki« merki á titilblaðinu — að pað sé sá eiginleiki sálar-
innar að lifa út yfir líkamsdauöann. Hann heldur pví fram,
að ódauðleikinn, í pessari merkingu, hafl sannast við pær
sálarlífsrannsóknir, sein farið hafl fram í ýmsum menta-
löndum heimsins á nokkurum síðustu áratugunum. Og