Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 92

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 92
282 Ritsjá. [IÐUNN sagnir, og sömuleiðis held ég, að gömlu guðfræðingarnir eða rétttrúnaðarmennirnir svonefndu fari villir vega, er peir halda því fram, að kraftaverkin hafl að eins gerst ú dögum Krists og postulanna. Ég trúi því, að kraftaverk hafi gerst þá, af þvi að ég veit, að kraftaverk gerast nú. Og ég held, að ekki sé unt aö dæma af neinu viti um kraftaverk liðinna alda, nema út frá reynslu vorra tíma. Pví að kraftaverkin hljóta að gerast samkvæmt ein- hverju lögmáli, þó að það verði eigi skýrt út frá þeirri þekking á náttúrunni, sem vér höfum enn öðlast« (bls. 38). í einum fj'rirlestrinum gefur höf. oss fróðlegt og skemti- legt sýnishorn þess, hve djarfmæltir sumir enskir prestar eru orðnir, þeir er líta á rannsóknamálið sömu augum og hann sjálfur. Einkum skal ég henda mönnum á ummæli dr. theol. Dearmers, sem nýlega hefir látið af prestsem- bætti sínu, til þess að gerast einn af aðalstarfsmönnum K. F. U. M. á vigvöllunum (bls. 120—123). En hvað sem því líður, hverjir eru eða kunna að verða höf. sammála eða ósammála, þá lýsir hann yfir því, i til- efni af þeim árásum, sem á hann hafa verið gerðar, að hann ætli sér að standa i kirkjunni, meöan hann fái. Aörir verði að byggja sér út, eigi hann að fara þaöan. Honum gengur þetta þrent til, segir hann: »1. Ég fæ eigi skilið, að kirkjan geti sett sig á móti neinni staðreynd, sízt þeirri, er snertir tilverurætur henn- ar sjálfrar. 2. Ég veit mig vera í samræmi við frumkristnina, sem var trúarjátningalaus, en trúði á verkanir andans, krafta- verkin og andagáfurnar og vænti komu guðs ríkis fyrst og fremst að ofan. 3. Ég finn mig eiga heima í lútersku kirkjunni, því að tilverurétlur hennar sem sérstakrar kirkjudeildar byggist á því, að hún hefir haldið uppi hugsunar- og samvizkufrels- inu. Ég trúi því eigi, að hún sé nú þar komin, að hún þoli eigi, að menn beri sannleikanum vitni. Sé ástandið orðið slíkt, læt ég heldur visa mér á dyr en að ég breyti á móti samvizku minni. Sjálfur Lúter taldi það ekki ráðlegt« (bls. 126). Fyrirlestrarnir eru 4, en prédikanirnar 3 í þessari bók.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.