Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 92
282
Ritsjá.
[IÐUNN
sagnir, og sömuleiðis held ég, að gömlu guðfræðingarnir
eða rétttrúnaðarmennirnir svonefndu fari villir vega, er
peir halda því fram, að kraftaverkin hafl að eins gerst ú
dögum Krists og postulanna. Ég trúi því, að kraftaverk
hafi gerst þá, af þvi að ég veit, að kraftaverk gerast
nú. Og ég held, að ekki sé unt aö dæma af neinu viti
um kraftaverk liðinna alda, nema út frá reynslu vorra
tíma. Pví að kraftaverkin hljóta að gerast samkvæmt ein-
hverju lögmáli, þó að það verði eigi skýrt út frá þeirri
þekking á náttúrunni, sem vér höfum enn öðlast« (bls. 38).
í einum fj'rirlestrinum gefur höf. oss fróðlegt og skemti-
legt sýnishorn þess, hve djarfmæltir sumir enskir prestar
eru orðnir, þeir er líta á rannsóknamálið sömu augum og
hann sjálfur. Einkum skal ég henda mönnum á ummæli
dr. theol. Dearmers, sem nýlega hefir látið af prestsem-
bætti sínu, til þess að gerast einn af aðalstarfsmönnum
K. F. U. M. á vigvöllunum (bls. 120—123).
En hvað sem því líður, hverjir eru eða kunna að verða
höf. sammála eða ósammála, þá lýsir hann yfir því, i til-
efni af þeim árásum, sem á hann hafa verið gerðar, að
hann ætli sér að standa i kirkjunni, meöan hann fái. Aörir
verði að byggja sér út, eigi hann að fara þaöan. Honum
gengur þetta þrent til, segir hann:
»1. Ég fæ eigi skilið, að kirkjan geti sett sig á móti
neinni staðreynd, sízt þeirri, er snertir tilverurætur henn-
ar sjálfrar.
2. Ég veit mig vera í samræmi við frumkristnina, sem
var trúarjátningalaus, en trúði á verkanir andans, krafta-
verkin og andagáfurnar og vænti komu guðs ríkis fyrst og
fremst að ofan.
3. Ég finn mig eiga heima í lútersku kirkjunni, því að
tilverurétlur hennar sem sérstakrar kirkjudeildar byggist á
því, að hún hefir haldið uppi hugsunar- og samvizkufrels-
inu. Ég trúi því eigi, að hún sé nú þar komin, að hún þoli
eigi, að menn beri sannleikanum vitni. Sé ástandið orðið
slíkt, læt ég heldur visa mér á dyr en að ég breyti á móti
samvizku minni. Sjálfur Lúter taldi það ekki ráðlegt«
(bls. 126).
Fyrirlestrarnir eru 4, en prédikanirnar 3 í þessari bók.