Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 20
178 Þorsleinn Jónsson: ÍÐUNN gable«. Fylgdu honum 4 hraðskreið orustuskip, hin nýj- ustu er Bretar áttu er hétu >Barham«, »Valiant«, »Ma- laya« og »Warspite«, öll vopnuð 15 þuml. fallbyssum, 8 hvert, auk smærri vopna. Flest smærri skipin voru og með Beatty. Samtímis hélt ]ellicoe af stað frá Scapa með 24 orustuskip, auk smærri skipa. Hélt Beatty með fullum hraða austur haf, og drógust orustuskipin 4, er með honum voru nokkuð aftur úr vígdrekunum. ]ellicoe fór aftur á móti í hægðum sínum og drógst mikið aftur úr, sigldi hann alls ekki með fullri ferð og hefir hann síðar fengið ámæli fyrir það, og talið glappaskot. Víg- drekar Beattys voru allir vopnaðir 13,5 þuml. fallbyss- um. — Hafði hann fengið vitneskju um það hvar hann mundi hitta-vígdrekaflota Hippers og stefndi beint þangað. — Hipper hélt norður með ]ótlandi, alldjúpt, með 5 víg- dreka, »Liitzow«, »Derfflinger«, »Seydlitz«, »Moltke« »Von der Tann«. Voru þeir allir vopnaðir 12 þuml. fall- byssum. Þýsku skipin höfðu það fram yfir hin bresku, að þau gátu betur snúið fallbyssum sínum og skotið í allar áttir. Varð þeim það til mikils hagnaðar í orust- unni. Þjóðverjar höfðu áður sent flesta kafbáta sína að Skotlandsströndum, áttu þeir að njósna um flota Breta. En þeir urðu alls ekki varir við er flotinn lét í haf, og kom Þjóðverjum því engin njósn. Það var 31. maí kl. 1,20 síðd. er flotar Beattys og Hippers urðu fyrst varir hver annars. Þjóðverjar höfðu ekki búist við að mæta vígdrekum Beattys svo snemma dags, því síður að honum fylgdu orustuskipin 4, enda hafði Hipper engan kraft til að mæta þeim báknum. Báðir urðu hvors annars varir með flugvélum er þeir sendu að njósna. ]ellicoe var svo langt á eftir að Þjóð-

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.