Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 23
IÐUNN Tvær konur. 193 meiri. Svo hvarf héraðið mér sjónum og Goðafoss stefndi inn Eyjafjörð. Það var síld á firðinum. I þéttum torfum óð hún uppi í vatnsborðinu hingað og þangað um fjörðinn. Eg hafði aldrei áður séð þá sjón, sem nú bar fyrir augu mín, og mér þótti hún ljót. Vfir síldartorfunum var allstaðar þétt breiða af gargandi smáfygli. Kríur og ritur rendu sér niður að vatnsskorpunni hvar sem blika sást á gljáandi hreistur, en ef þær náðu nokkru æti settust að þeim vælandi kjóar og organdi veiðibjöllur og tóku frá þeim matinn, ef smáfyglið var ekki nógu fljótt að gleypa. O- lætin keyrðu svo fram úr hófi, að ekki heyrðist manns- ins mál á þilfarinu, þegar Goðafoss öslaði eins og stór- hveli gegnum torfurnar. Og síldartorfurnar og fuglagerið varð í þetta sinn til þess að binda enda á mínar döpru hugsanir. Mér fanst þá og finst enn atburðurinn, sem ég sá þarna á Eyja- firði, vera spegilmynd af þjóðlífinu, eins og það er nú að verða. Æskulýður sveitanna, sem ætti að eiga þá hugsjón dýrasta að hlúa að æskusveitinni, bæta hana og prýða, helst að gera hana að aldingarði í andlegum og veraldlegum skilningi, að auka og efla félagslyndi og samheldni í skauti og skjóli yndislegrar náttúru, æsku- lýðurinn, sem á að skapa þróttmikið þjóðlíf, sem hug- sjónabaráttan ein getur framleitt — hann flykkist nú þang- að, sem gullvonin er og verður þar eins og gargandi smáfygli yfir síldartorfu. En samlyndið í verstöðunum verður áþekkast sambúð kjóans og skeglunnar, sem ríf- ast um ætið. Og þannig hlýtur það æfinlega að verða þar, sem lífshugsjónin, sem lifað er fyrir, er gullið eitt. Nú ætla ég að biðja yður að misskilja ekki orð mín þannig, að ég sé að hallmæla öðrum atvinnuvegi þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.