Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 29
IÐUNN
Vængbrotna lóan.
Viðhöfninni var ekki íyrir að fara.
Enginn yfirsöngur, engin líkræða og enginn prestur.
Og líkfylgdina skipuðu einir tveir menn.
Annar þeirra var Andrés, »fóstri Skjónu«. Hann var
grafarmaður, og í rauninni innti hann einnig það starf
af höndum, er helzt mætti líkja við prestsverk — kast-
aði moldunum.
Hinn í líkfylgdinni var eg, og er satt bezt að segja,
að eg var varla annað en dratthali við athöfnina. Eg
hafðist það eitt að, að horfa á Andrés.
Líkfylgd!
Hvern var verið að grafa ?
Trauðla mun öllum þykja það frásagnarvert. En samt
ætla eg að skýra frá því.
Illireitur verður vestast í Kambstúni, neðan götu.
Nafni hans hefir sjaldnast þótt vera logið. Hann er all-
ur kargaþýfður, og á einu svæði er í honum eigi lítill
bálkur af holþýfi.
í einni stærstu þúfunni, austarlega í miðjum reitnum,
var Andrés að jarðsetja vængbrotna heiðlóu.
Síðan þetta var, eru þrjátíu og þrír vetur.
Sumri var komið svo, að heiðlóan var orðin hvít á
bringunni. Og hún var farin að fljúga í flokkum og skipa
sér í fylkingar á túnum. Var auðsætt, að hún var að
búast til heimfarar — heim í vetrarlöndin.
Fylkingarnar á sléttunum í Kambstúninu voru furðu-
lega stórar og margar.
Fundarhöld eða ráðstefnur hjá heiðlóunum stóðu þar