Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 52
222
Foksandur.
IÐUNN
segir hann. Og þar sem flestum nútíðarmönnum hrjósi hugur
við að trúa á helvíti, þá virðist eg nú helzt trúa á þau fleiri
en færri. Þetta sje órækt vitni þess, að minn boðskapur
sé reistur á foksandi ábyrgðarleysis og leikhyggju.
Þá er bezt, að eg byrji á »gálganum«.
Eg ætla síðar í þessari ritgjörð að víkja nokkurum
orðum að afstöðu minni til refsinga. Hér læt eg mér
nægja, að benda á það, að eg hefi sagt, að eg efist
ekki um, að þjóðfélögin hafi rétt til þess að verja sig gegn
lagabrotum — með refsingum, ef það verði ekki gert
með öðru móti.
Og nú fæ eg ekki séð, gegn hverjum illræðismönn-
um þjóðfélögin ættu að verja sig, ef Víga-Styr hefir
ekki verið í þeim flokki. Manni, sem notar metorð sín
og fylgi vina sinna og mága svo, að flestum stendur
mikill ótti af og enginn réttur fæst yfir honum — manni,
sem hælir sér af því að hafa drepið á 4. tug manna,
án þess að bæta fyrir nokkurn þeirra — manni, sem er
þess ávalt albúinn að beita öðrum eins ójöfnuði og ann-
ari eins grimd og Víga-Styr hafði í frammi við Þórhalla
á Jörfa — manni, sem leikur sér að öðrum eins níð-
ingsverkum og þeim er hann framdi á Leikni og Halla
— slíkum manni er hin brýnasta nauðsyn fyrir þjóðfé-
lagið að verjast. Hann er grimt dýr í mannsmynd og með
mannsviti, margfalt hættulegri en ljón eða tígrisdýr eða
höggormar. Ekki eingöngu frá sjónarmiði réttvísinnar,
heldur engu síður frá sjónarmiði mannúðarinnar, var
hin mesta þörf á að hafa hemil á honum.
Hver tök höfðu nú forfeður vorir um árið 1000 á
því að halda slíkum manni í skefjum? Þeir höfðu engin
önnur tök á því en þau að taka þá af lífi. Þeir höfðu
engin betrunarhús eða sjúkrahús til þess að geyma í
hættulega menn. Þó að þeir hefðu haft slíkar stofnanir,