Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 9
ÍÐUNN
Tvær konur.
179
bókaskápinn og sagði: »Dlessaður lánaðu mér nú ein-
hverja bók, sem gaman er að«. Ég lánaði honum eitt
bindið af »Þúsund og ein nótt«. Skömmu síðar kemur
hann með bókina aftur og segir: »Blessaður lánaðu
mér eitthvað annað en þessa vitleysu. Þessar sögur eru
svo vitlausar, að það er ekki einu sinni hægt að hafa
gaman af þeim«. Ég starði á hann með undrun, en
svaraði engu. Ég lánaði honum »Urskurð hjartans«, neð-
anmálssögu úr Vísi. Það þótti honum ágæt bók.
Þegar ég var aftur orðinn einn, fór ég að hugsa um
þetta atvik. Mér fanst það furðulegt, að nokkrum þæfti
»Þúsund og ein nótt« svo vitlaus, að ekki væri hægt
að hafa gaman af henni. Sjálfur hafði ég haft það. En
hafði ég þá ekki samt álitið þetta vitleysu? Satt að
segja hafði ég aldrei lesið »Þúsund og ein nótt« með
það fyrir augum, að finna vit í henni. Ég hafði lesið
hana mér til dægrastyttingar eins og »Cymbilínu fögru«,
»Kapítólu« o. s. frv. Ég hafði lesið í sama tilgangi eins
og ég hlustaði á er mér voru sagðar sögur í vöku.
Hugfanginn, en hugsunarlaust hafði ég lesið, eins og
menn eiga ekki að lesa það, sem vit er í. Það hafði
nú einhvernveginn síast inn í mig, frá mér vitrari mönn-
um, að mikið vit væri í »Þúsund og ein nótt«. Nú ein-
setti ég mér að reyna sjálfur að finna það vit, ef nokk-
urt væri, svo að ég stæði ekki orðlaus eins og afglapi
ef einhver kallaði hana vitleysu. Ég fletti upp fyrstu blaðsíð-
unni í einu bindinu. Þar sá ég mynd af ríðandi konu. Neðan
undir stóð Parisade. Ég ákvað að leita að viti í sögunni af
Parisade, og byrjaði að lesa.
Sagan er svo löng, að ég get ekki sagt yður nema
örlítinn útdrátt úr henni, en einhverja grein verð ég að
gera fyrir henni, af því að Parisade er einmitt önnur
konan, sem ég ætlaði að tala um við yður.