Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 25
IÐUNN Tvær konur. 195 urdrep hvers þjóðfélags. Með þrælalögum eflum vér úlf- úð, hatur, stéttaríg og hreppapólitík í þjóðfélaginu, en þokum hugsjóninni að »byggja og treysta á landið« ekki vitund áleiðis. Mér hefir skilist svo sem einstaka mikils- ráðandi menn í landinu vilji að miklu leyti loka pen- ingastofnununum fyrir útveginum en veita straumnum til sveitanna. Ég þekki ekki hve mikið fjármagn þarf til að reka stórútgerð; ég býst við að það sé mikið og efast um að þetta, að takmarka mikið veltufé útvegsins, sé æskilegt frá heildarinnar sjónarmiði. Einnig efast ég um að það sé bjargráð, að moka peningum forsjálítið í land- búnaðinn; hann getur þrátt fyrir það aldrei kept við sjó- inn í veltiárunum, og æskan leitar samt til sjávar í von um uppgrip á meðan gullið er hið eina æskilega í hennar augum. Nei, það sem vér þurfum fyrst og fremst, er að skilja það, að uppeldi æskunnar er það, sem fram- tíð þjóðarinnar veltur á. Vér þurfum að ala upp hug- sjónamenn. Menn, sem ekki elta æfinlega fjárvonina eina, heldur eignast strax á æskuárunum göfugar hugsjónir og gera framkvæmd þeirra að sínu eina lífsstarfi. Vér þurfum framar öllu öðru að fá uppeldisstofnanir sem víðast í sveitum þessa lands, menningarstofnanir, sem ekki leggja endilega einstrengingslega áherzlu á að troða inn í unglingana sem allra mestum fróðleik, heldur innræta þeim göfugleik í allri hugsun og stað- fastleik í framkvæmd göfugra hugsjóna. Fróðleikur get- ur verið góður, en hugsjónaauðlegð og framkvæmda- þrek er þó sýnu betra. Mér hefir lengi fundist að upp- eldismálin séu vanræktasta vandamál þessarar þjóðar. Þegar ég lít til baka yfir þann mentaveg, sem ég hefi gengið, þá hugsa ég með sorg en litlum söknuði til þeirrar stofnunar, þar sem sál mín átti að fá sína fyrstu mótun eftir að ég fór úr húsum og undan handleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.