Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 73
IÐUNN
Mannsbarn.
243
Sjúkleiki, þróttleysi, kynbölvun.
Bölsýni.
Öryrkjar, burt úr lífi!
Þræðir eru slitnir.
Mannsbarn snýr andliti undan.
Þær — til lífs! Ég — til dauða!
Taugar brenna.
Ofsjónir: líkklæði, líkkista. Rotnandi lík. Viðbjóðslegir
ormar. Köld jörð. For. Tortíming að eilífu.
Nei!
Ég vil lifa!
Lifa!
Ef ekki hér, þá í suðri, í sóllandi, í landi ímyndunar-
afls! Sumar ævarandi! Græna. Æska! Sól í hvirfildepli!
Heilbrigði! Paradís náttúru!
Útinn úr veruleika, lífi! í sólland, í draumland! ígleymsku-
land! Þangað, sem enginn er kominn frá! I — dauða-
land! í land einskis!
En! . . .
Lífið varir! Ógrynni mannsbarna heldur áfram að fæð-
ast! Ógrynni mannsbarna heldur áfram að deyja! Ó-
grynni mannsbarna heldur áfram að hjara! Alt verður
við sama! Altaf — öryrkjar, lífleysingjar! Altaf — ör-
eigar, borgarar, auðvaldsburgeisar! Altaf — kúgaðir,
kúgarar!
Nei!
Ég vil lifa!
Lifa til að berjast fyrir réttlæti! Til að undirbúa far-
sælli framtíð! Vinna fyrir tilveru manns!
Ég vil lifa!
Til þess að eftirkomendurnir lifi!
Hjari ekki!