Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 83
IÐUNN
Rúm og tími.
253
Nú á tímum þekkist full 1.000.000 stjörnuvelda, en
enginn veit tölu þeirra til fulls. Eigi heldur vita menn,
hvort tala þeirra er nokkrum takmörkum bundin eða eigi.
Nú hefir enskur maður, er Hubbels heitir, birt rit-
gerð eina, sem fjallar um þessi efni. Telur hann dauf-
ustu stjörnuveldin sveima í 140.000.000 Ijósára fjarlægð
úti í rúminu.
Sannist þessar geysimiklu fjarlægðir, þá verður lítill
vafi á, að stjörnuveldin séu alheimar, alveg út af fyrir
sig, — hliðstæðir og óháðir stjörnusveip þeim, sem vér
byggjum og nefnum Vetrarbraut.
Vera má að nú sé fundinn mestur hluti stjörnuvelda
þeirra, sem liggja innan við takmörk þau, er sjóntæki
nútímans geta náð. En utan þeirra endimarka geta svif-
ið um himindjúpin enn aðrir herskarar vetrarbrauta,
sem eigi fær auga séð og enginn fær tölu á komið.
Vitmenn og sjáendur liðinna kynslóða hafa ályktað svo
og skynjað af hugboði sínu.
— Skáldið mælir á þessa leið:
„Hættu! Hættu! | Um himingeima
ónýtisferö | þú áfram heldur,
vittu að fyrir | framan þig er
ómælisundur | og endaleysa".
Einsteinsveröld. De Sitter telst svo til, að sam-
kvæmt kenningum Einsteins sé »ummál< alheims vors
um 100 miljónir ljósára. Hlutur í 50 miljón ljósára fjar-
lægð mundi þá líklega vera það fjarstur sem hugsast
gæti. Sannist að daufustu stjörnuveldin séu í 140 miljón
ljósára fjarlægð, þá liggja þau langt fyrir utan endimörk
a/heims uors, eins og hann kemur oss fyrir sjónir í ljósi
Einsteinskenningar. Virðist því heimurinn rúmbetri en
kenning sú telur hann. Bendir það og ýmislegt annað
Iöunn XI. 17