Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 30
200
Vængbrotna lóan.
IÐUNN
langan tíma, dag eftir dag. Og svo mátti virðast, sem
reifað væri þar hvert stórmálið af öðru, og að annirnar
væru þrotlitlar. Þó var það eftirtektarverðast, að dag
frá degi fjölgaði lóum á túninu. Mátti jafnvel ætla, að
þar hafi stundum verið saman komnar tvær eða þrjár
þúsundir, þegar flest var.
Tíminn leið, og var þegar að því marki komið, að ló-
an mætti vera alfarin brott. En svo hvarf þó hver dag-
urinn af öðrum, að flokkarnir þynntust ekki, og allt af
stóð þinghaldið.
Dírrindi, sumarkvak heiðlóunnar, var löngu hætt
að heyrast.
Lóurnar brugðu aldrei út af hauströddinni, u-fý, du-u,
nema í krytinum sín í milli. Þar beittu þær löngum
þeim raddbrigðum, er talfæri mannsins eiga bágt með
að enduróma.
Loks kom þó þar, að flokkarnir smækkuðu og fylk-
ingarnar grisjuðust. Og eftir nokkura daga voru allar
lóurnar horfnar.
Þrem eða fjórum dögum síðar vorum við Andrés að
starfi á flötinni austan Illareits.
Þess varð eg áskynja, að líkast var því stundum, sem
hann legði eyru við einhverju — væri að hlusta öðru-
hvoru. Eg innti hann eftir því, hvort nokkuð óvænt
bærist honum að eyrum. I fyrstu lét hann lítið yfir því.
En eftir nokkura umhugsun mælti hann:
— Mér virtist í gær, sem eg heyra í lóu hérna í
reitnum. Og mér finnst enn, sem eg heyri öðruhvoru
svipað hljóð þaðan.
Mér þótti þetta ótrúlegt. En sú var ekki venja
mín í sambúð okkar Andrésar, að mæla berum orðum
móti því, sem hann hélt fram og hugði satt vera. Mér
hafði lærzt það af því, áð hann var mér eldri, gætnari