Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 21
IÐUNN
Tvær konur.
191
er. Slíkt smáfygli á enga átthaga, enga ættjörð, engar
hugsjónir; það á yfirleitt ekki neitt og er ekki neitt,
nema gargið og ólætin.
Það rifjast upp fyrir mér atburður, sem ég var sjón-
arvottur að fyrir nokkrum árum. Eg sigldi héðan frá
Sauðárkrók að morgni dags, í blækyrru og heiðríku
veðri. Þegar »Goðafoss« leið út af höfninni stóð ég
upp á stjórnpalli, hjá einum vini mínum, og horfði inn
til fjarðarins. Morgunbjarmi sólarinnar málaði héraðið
okkar alla vega gyltum ljóma, en hálsarnir og fjöllin
meðfram firðinum stóðu á höfði í spegilsléttum sjónum.
Þér þekkið öll hve yndislega dýrðleg sjón það er, þeg-
ar sveitin okkar klæðist sínu fegursta skarti á heiðrík-
um vormorgni. Engir finna þetta ljósar en skáldin.
Hannes Hafstein leit yfir æskusveitina sína á slíkum
morgni, af hæðunum fyrir ofan Víðimýri. Þá fæddist
hjá honum hugsunin, sem varð að einu hans dýrðleg-
asta ljóði. Hann líkir æskusveitinni við ástmey, eins og
hún vitanlega var honum. Þér kannist við þetta erindi
úr kvæðinu »Á Vatnsskarði«. Skáldið sér þokuna leys-
ast upp fyrir ofurmagni sólarinnar og héraðið blasir við
í öllum sínum Ijóma. Hann segir:
Eins og blæja yfir meyju
æskubjarta sveipast hún,
mótar fyrir meyjarbrjóstum,
mótar fyrir dökkri brún.
Blæjan kvikar alveg eins og
upp sé vöknuð hún er svaf;
upprennandi árdagssólar
ásíargeislum vakin af.
Annar sonur þessarar sveitar lýsti, nú fyrir fám dög-
um, hugsunum sínum um dýrð héraðsins á fögrum vor-
morgni. Hann heimsótti mig á sumardaginn fyrsta. Þér