Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 26
196
Tvær konur.
IÐUNN
foreldra minna. Það vantaði ekki að það átti að troða
í okkur miklu af því, sem í daglegu tali kallast mentun„
Sex tungumál var okkur ætlað að nema og bókmenta-
sögur þriggja þjóða, auk alls annars: efnafræði, eðlis-
fræði, stærðfræði, sagnfræði, grasafræði, steinafræði,
stjörnufræði, ljósfræði og aðra náttúrufræði auk þessa
í einum 3—4 Iiðum. Auðvitað varð þetta ekki nema
argvítugur yfirborðslærdómur, jafnvel hjá þeim bestu,
en gat þó komið að nokkru haldi, ef mentaþráin hefði
verið glædd, svo að stúdentsprófið hefði ekki orðið
eins og lausn úr fangelsi. En því miður varð skólalífið
ekki til þess að auka mentaþrána, heldur til þess að
draga úr henni, eins og allur bragurinn var þar í minni
tíð. Samt má vel vera að skólinn hafi orðið einstaka
manni mentaskóli og borið að því leyti nafn með
rentu. En ég efast um að hann hafi þá orðið
nokkrum manni menningarskóli; ég veit að sumum hefir
hann orðið hið gagnstæða. Ég hefi átt tal um þetta
vandamál við ýmsa nemendur unga og gamla, frá ýms-
um skólum, og revnsla þeirra flestra hefir verið lík
reynslu minni af Mentaskólanum. Uppeldistakmarkið hefir
verið mentun en ekki menning. Fræðsla en ekki þrosk-
un. Vér höfum vanrækt að ala upp lifandi menn. Vér
gerum unglingana að dauðum og hugsjónasnauðum salt-
stólpum. Alt er miðað við »hagnýta gagnfræði*, svo að
unglingarnir verði sem færastir í baráttunni um ætið,
sem þeim er varpað út í að loknu námi. Hvernig þeirri
baráttu er háttað og hver afleiðing hennar verður í
þessum heimi, láta skólarnir sig litlu skifta, hvað þá að
þeir skygnist lengra fram á þroskabraut mannanna.
Fyrir mér vakir það sem aðalmarkmið mentastofnana,
að þær verði skjólgarður, þar sem hugsjónalíf og stað-
festa unglinganna fái að þróast, í vari fyrir norðangarði