Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 56
226 Foksandur. IÐUNN Víga-Styr og Móra. Eg veit ekki, hvort S. N. leggur það í vana sinn að leggjast á b'æn fyrir mönnum, sem látnir eru fyrir 900 árum. Eg held jafnvel ekki að ka- tólsk kirkja hvetji til þess, og hefir hún þó allra kirkna- deilda mest lagt áherzlu á fyrirbænir fyrir framliðnum. Eg segi það henni til lofs, en ekki til ámælis. Það má vel vera, að Víga-Styr standi eftir þessi 900 ár, eða hvað það nú er, langtum framar öllum mönnum á þess- ari jörð að sönnu siðgæði. Vér vitum ekkert um það, hvort hann er vansæll nú, eða hvers vér ættum að biðja honum til handa. En hann er söguleg persóna, sem hafði mikil áhrif á hag samtíðarmanna sinna og er ljóst dæmi um aldarháttinn. Vér verðum að eiga rétt á því að gera oss fulla grein fyrir atferli hans, meðan hann dvaldist hér á jörðunni, og hafa leyfi til að láta uppi ályktanir vorar um það. Sé ekki leyfilegt að tala um sögunnar menn eins og sannfæringin býður, þá er öll mannkynssaga dauðadæmd. Þetta finst mér svo einfalt og auðsætt mál, sem það getur verið. Þá er »Móri«. Bak við þá sögu liggur sú sannfær- ing, að mennirnir hagi sér afar-oft ramvitlaust, þegar þeir verði varir einhverra áhrifa frá öðrum heimi. Hinn mikli og vitri sálarrannsóknamaður F. W. H. Myers segir á einum stað1, að í þeim heimi framliðinna manna, sem svo óskýrt hafi opnast fyrir oss, hafi hann ekki getað orðið neins þess var, sem sé lakara en jarðneskir menn; honum finst, að eigingirnin, illgirnin, drambið hafi ekki magnast þar, heldur rýrnað. Honum finst ástæða til þess, að menn taki framliðnum mönnum með góðvild, þegar þeir gera vart við sig. Mín reynsla af sálarrannsóknun- um er í þessu efni nákvæmlega eins og reynsla Myers. En það virðist einhvern veginn hafa komist inn í meg- 1) Human Personality and its Survival of Bodily Death II.,bls. 78.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.